Innlent

Eldur í íbúðahúsi við Hrefnugötu

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafa tveir bílar verið sendir á vettvang.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafa tveir bílar verið sendir á vettvang. Vísir/einar
Uppfært kl 17.14

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í íbúðahúsnæði við Hrefnugötu í Norðurmýri rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tók stuttan tíma að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu í íbúðinni. Enginn var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og þá er ekki vitað hvernig hann kviknaði, að svo stöddu.

Kl 16.51

Slökkvilið hefur verið sent að íbúðahúsi við Hrefnugötu í Norðurmýri í Reykjavík eftir að tilkynning barst um reyk úr kjallara.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafa tveir bílar verið sendir á vettvang.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×