Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Ólaf Loftsson, formann Félags grunnskólakennara um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar felldu samninginn.

Þá verður rætt við gæsaskyttur sem fundu 1000 ára gamalt sverð á skytteríi á dögunum en um sögulegan fund er að ræða.

Við fjöllum um mikinn umferðarþunga á götum Reykjavíkurborgar en hann er orðinn það mikill að lögreglu- og sjúkraflutningamenn í forgangsakstri hafa áhyggjur að því að koma slösuðu eða veiku fólki á sjúkrahús í tæka tíð.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, mætir í settið til Eddu Andrésar en virkustu eldstöðvar landsins eru allar í ham þessa dagana og óttast Páll stórslys ef Hekla gýs með litlum fyrirvara.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×