Innlent

Segir þá sem ekki þekki mun á keilu og skötusel þurfa á endurmenntun að halda

Samúel Karl Ólason skrifar
Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, segir að matreiðslumenn sem þekki ekki muninn á keilu og skötusel ættu að fara í endurmenntun. Í nýlegri rannsókn MATÍS kom í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli.

Þetta sagði Níels í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér að ofan.

Sjá einnig: Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur

Hann sagði mikinn verðmun vera á keilu og skötusel. Þá væri erfitt að ruglast á því þar sem bæði væri munur á útliti fisksins og bragði.

„Ef að að matreiðslumenn eru að blöffa viðskiptavini með því að afgreiða keilu í staðinn fyrir skötusel, þá ættu þeir bara að leggja niður starfið held ég. Ef þeir eru hins vegar plataðir af fisksalanum og hann sendir þeim keilu í staðinn fyrir skötusel...þá ættu þeir að fara í endurmenntun eða gera eitthvað slíkt.“

Níels sagði ekki trúa því að þetta hafi verið gert vísvitandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×