Innlent

Segir þá sem ekki þekki mun á keilu og skötusel þurfa á endurmenntun að halda

Samúel Karl Ólason skrifar

Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, segir að matreiðslumenn sem þekki ekki muninn á keilu og skötusel ættu að fara í endurmenntun. Í nýlegri rannsókn MATÍS kom í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli.

Þetta sagði Níels í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér að ofan.

Sjá einnig: Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur

Hann sagði mikinn verðmun vera á keilu og skötusel. Þá væri erfitt að ruglast á því þar sem bæði væri munur á útliti fisksins og bragði.

„Ef að að matreiðslumenn eru að blöffa viðskiptavini með því að afgreiða keilu í staðinn fyrir skötusel, þá ættu þeir bara að leggja niður starfið held ég. Ef þeir eru hins vegar plataðir af fisksalanum og hann sendir þeim keilu í staðinn fyrir skötusel...þá ættu þeir að fara í endurmenntun eða gera eitthvað slíkt.“

Níels sagði ekki trúa því að þetta hafi verið gert vísvitandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.