Innlent

Tælingarmálið í Þorlákshöfn: Drengurinn skelfingu lostinn

Níu ára drengur var á gangi eftir göngustíg rétt ofan við Þorlákshöfn í gær þegar ókunnugur maður kom aftan að honum og reyndi draga hann inn í bíl til sín. Drengurinn náði að koma sér undan.

Málið er í forgangi hjá lögreglunni á Suðurlandi en lýsing drengsins á manninum er það eina sem lögreglan hefur eins og staðan er í dag.

Það sem af er ári hafa tuttugu og þrjár tilkynningar borist lögreglu um að reynt hafi verið að ræða barn upp í bíl.

Móðir drengsins á Þorlákshöfn segir hann vera skelfingu lostinn eftir atburðinn.

Ítarlega verður fjallað um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×