Framleiðslan ekki meiri síðan 1988 Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2016 09:00 Sauðfé hefur fjölgað síðustu tíu árin, en framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda telur að ekki sé um offjölgun að ræða. vísir/stefán Árið 2015 framleiddu íslenskir sauðfjárbændur 10.185 tonn af lambakjöti en bændur hafa ekki framleitt svo mikið síðan árið 1988. Á sama tíma hefur neysla á lambakjöti á hvern Íslending dregist saman úr 33,2 kílóum á hvert mannsbarn á ári í 19,5 kíló.Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri LS.Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, sagði offramleiðslu eiga sér stað á Íslandi í lambakjöti og að greitt væri með útflutningi lambakjöts. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), segir það ekki rétt að framleiðslan sé of mikil og að í raun hafi fé hér á landi fækkað undanfarið. „Hér á landi er ekki framleitt of mikið af lambakjöti á hverju ári. Það sést glögglega á þeirri staðreynd að við sitjum ekki uppi með lambakjöt á milli sláturtíða,“ segir Svavar. Í skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamninganna kemur fram að einfaldar gripagreiðslur myndu líklega fjölga fé á landinu og að framleiðsla myndi aukast. Að mati LS er það órökstudd fullyrðing.„Engin haldbær rök hníga að því að þær kerfisbreytingar sem í nýja samningnum felast leiði til fjölgunar fjár. Framleiðsla á lambakjöti hefur verið frjáls og án kvóta í rúm 20 ár en fé fækkað. Ótti við offramleiðslu eða aukið beitarálag er beinlínis órökréttur og ástæðulaus miðað við efni nýja samningsins,“ segir í umsögn LS. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir það hins vegar staðreynd að of mikið sé framleitt af lambakjöti hér á landi og að lögmál um framboð og eftirspurn sé ekki haft í huga. Bændur krefjast hærra verðs fyrir afurðir sínar en á móti kemur að neytendur eru ekki tilbúnir að greiða hærra verð fyrir það kjöt. „Við sjáum það alls staðar í kringum okkur að hvíta kjötið er að taka yfir og er íslenskur markaður engin undantekning. Bæði er ræktunin auðveldari og hraðari og við það verður til ódýrara kjöt. Að mínu viti væri hægt að framleiða mun minna af lambakjöti en nú er,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Árið 2015 framleiddu íslenskir sauðfjárbændur 10.185 tonn af lambakjöti en bændur hafa ekki framleitt svo mikið síðan árið 1988. Á sama tíma hefur neysla á lambakjöti á hvern Íslending dregist saman úr 33,2 kílóum á hvert mannsbarn á ári í 19,5 kíló.Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri LS.Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, sagði offramleiðslu eiga sér stað á Íslandi í lambakjöti og að greitt væri með útflutningi lambakjöts. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), segir það ekki rétt að framleiðslan sé of mikil og að í raun hafi fé hér á landi fækkað undanfarið. „Hér á landi er ekki framleitt of mikið af lambakjöti á hverju ári. Það sést glögglega á þeirri staðreynd að við sitjum ekki uppi með lambakjöt á milli sláturtíða,“ segir Svavar. Í skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamninganna kemur fram að einfaldar gripagreiðslur myndu líklega fjölga fé á landinu og að framleiðsla myndi aukast. Að mati LS er það órökstudd fullyrðing.„Engin haldbær rök hníga að því að þær kerfisbreytingar sem í nýja samningnum felast leiði til fjölgunar fjár. Framleiðsla á lambakjöti hefur verið frjáls og án kvóta í rúm 20 ár en fé fækkað. Ótti við offramleiðslu eða aukið beitarálag er beinlínis órökréttur og ástæðulaus miðað við efni nýja samningsins,“ segir í umsögn LS. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir það hins vegar staðreynd að of mikið sé framleitt af lambakjöti hér á landi og að lögmál um framboð og eftirspurn sé ekki haft í huga. Bændur krefjast hærra verðs fyrir afurðir sínar en á móti kemur að neytendur eru ekki tilbúnir að greiða hærra verð fyrir það kjöt. „Við sjáum það alls staðar í kringum okkur að hvíta kjötið er að taka yfir og er íslenskur markaður engin undantekning. Bæði er ræktunin auðveldari og hraðari og við það verður til ódýrara kjöt. Að mínu viti væri hægt að framleiða mun minna af lambakjöti en nú er,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira