Innlent

Vilja hinsegin félög í skólana

Þórhildur ?Elínardóttir Magnúsdóttir
Þórhildur ?Elínardóttir Magnúsdóttir
Samfélag Sex nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð stofnuðu í gær Hinsegin félag. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er ein stofnfélaga. „Okkur fannst hinsegin fólk vanta almennan hljómgrunn innan skólans. Að fólk sem hefur áhuga fyrir málstaðnum geti komið saman og reynt að bæta nærumhverfi sitt.“ Félagið vill auka hinsegin fræðslu fyrir nemendur og ekki síst kennara en Þórhildur segir skorta á það. Annað verkefni er að stofna Landssamband hinsegin framhaldsskólanema. „Okkur finnst vanta framhaldsskólanemendur í hinsegin samfélagið,“ segir Þórhildur. – ebg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×