Innlent

Stefnt að því að talgreinir skrái ræður þingmanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fulltrúar Alþingis og HR við undirritun samningsins.
Fulltrúar Alþingis og HR við undirritun samningsins. mynd/hr
Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hyggjast smíða talgreini sem mun skrá niður ræður á Alþingi. Greinirinn mun byggja á gervigreind en fulltrúar Alþingis og tækni-og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samning um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði sem verður nýttur við ræðuritun.

Í tilkynningu frá HR kemur fram að verkefnið sé til tveggja ára og verður smíðuð frumgerð af talgreini með því að greina upptökur af ræðum þingmanna.

„Í því felst m.a. að þjálfa og prófa mismunandi útfærslur á talgreiningu. Í  seinni hluta verkefnisins er gert ráð fyrir að talgreinirinn verði samþættur við tölvukerfi Alþingis og settir verði upp ferlar sem nýti talgreininn við fyrsta skrefið í ræðuritun.

 

Jón Guðnaon, lektor og námsbrautarstjóri hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík leiðir verkefnið. Hann segir að tölvur séu þegar farnar að tala og skilja tungumál og til að viðhalda íslensku sem lifandi tungumáli til framtíðar sé eitt mikilvægasta viðfangefnið að tryggja að tölvur geti skilið og talað íslensku,“ segir í tilkynningu HR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×