Innlent

Bílvelta í Svínahrauni

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Einn maður var í bílnum.
Einn maður var í bílnum. mynd/brunavarnir árnessýslu
Bílvelta varð í Svínahrauni í námunda við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf þrjú í dag. Brunavarnir Árnessýslu tilkynntu um atvikið á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Í færslunni kemur fram að talsvert viðbragð hafi verið vegna slyssins. Sjúkrabifreiðar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, lögreglan á Suðurlandi auk slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði fóru á vettvang.

Svo vildi til að sjúkrabifreið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins átti leið um svæðið á sama tíma og gátu þeir því rétt fram hjálparhönd á vettvangi.

Í færslunni segir að einn maður hafi verið í bílinum en hann hafi verið fluttur til aðhlynningar og frekari skoðunar á Slysadeild Landsspítalans í Fossvogi. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×