Innlent

Íbúar í Kópavogi furða sig á spjaldtölvukönnun

Jakob Bjarnar skrifar
Ýmsum íbúum í Kópavogi þykir einkennilegt að spjaldtölvuvæðing í Kársnesskóla sé eignuð Ármanni Kr. og meirihlutanum í könnun á vegum bæjarins.
Ýmsum íbúum í Kópavogi þykir einkennilegt að spjaldtölvuvæðing í Kársnesskóla sé eignuð Ármanni Kr. og meirihlutanum í könnun á vegum bæjarins.
Foreldrum í Kópavogi barst í morgun könnun þar frá bæjaryfirvöldum og furða sumir hverjir sig nú á leiðandi spurningu sem finna má í henni.

„Hvert er viðhorf þitt til ákvörðunar meirihlutans í Kópavogi að innleiða spjaldtölvur í grunnskóla Kópavogs?“

Í könnuninni er tala um ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar, sem er strangt til tekið varla til sem stjórnsýslueining; aldrei er talað um ákvarðanir sveitarstjórnar með þeim hætti. En, engin leið sé að skilja þessa spurningu á annan veg en svo að hún sé Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og núverandi meirihluta í Kópavogi til lofs og dýrðar.

Ýmsum í Kópavogi þykir þessi spurning ákaflega sérkennileg, og ekki standast neina skoðun.
Í ábendingu sem Vísi hefur borist er segir að þessi innleiðing eða hugmyndafræði varðandi spjaldtölvurnar hafi verið samþykkt samhljóða og er hún niðurstaða starfshóps.

Könnunin er hluti B.s. náms Freygerðar Önnu Ólafsdóttur, en einn íbúi Kópavogs sem Vísir ræddi við segir bæinn hafa sent könnunina út, sem bærinn geri vanalega ekki og bærinn eigi ekki að senda út bjánalegar kannanir, eins og það var orðað.

Uppfært 15:45

Vísi hefur borist athugasemd frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að könnunin sé ekki á vegum bæjaryfirvald. Athugasemdin er svohljóðandi:

„Athugasemd frá Kópavogsbæ

Könnun sem send var út um spjaldtölvur er ekki á vegum Kópavogsbæjar heldur er hún framtak Freygerðar Önnu Ólafsdóttur háskólanema. Orðalag spurninga í könnunni er því hvorki á ábyrgð stjórnsýslunnar né kjörinna fulltrúa.

Í pósti sem sendur var á foreldra kemur fram að könnun er hluti af háskólaverkefni.“

Í samtali við Vísi segir Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar að foreldrum hafi borist pósturinn frá skólum bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×