Vilja að flóttamenn sæki um hæli í Bretlandi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Íbúi Frumskógarins gengur fram hjá kömrum sem þar má finna. Vísir/AFP Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landamærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landamæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flóttamenn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakklands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetaframbjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sarkozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendiherra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamannastraum bæði til Frakklands og Englands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þúsundir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hugmyndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakklands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent