Innlent

Leita að göngukonu að Fjallabaki

Atli Ísleifsson skrifar
Óskað hefur verið eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar komi á svæðið.
Óskað hefur verið eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar komi á svæðið. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil til leitar að göngukonu sem varð viðskila við ferðafélaga sína í friðlandinu að Fjallabaki þar sem hún var í för með gönguhópi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rigningarúði og þoka sé á leitarsvæðinu og skyggni takmarkað, eða um 150 metrar.

„Óskað hefur verið eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar komi á svæðið og aðstoði við leitina ef tækifæri gefst,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært 14:25

„Göngukonan sem leitað var að í friðlandinu á Fjallabaki er fundin. Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi, um 40 talsins, tók þátt í leitinni þar sem meðal annars var notast við hunda. Konan fannst skammt frá Hólaskjóli og nýtur nú aðhlynningar björgunarsveitafólks en líðan hennar var ágæt en rigning var á svæðinu og nokkuð dimm þoka,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×