Ekki nógu margir kokkar á landinu til að anna eftirspurn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 18:45 Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“ Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira