Lækka verð til bænda vegna kjötfjalls í frysti Sveinn Arnarsson skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Illa gengur að afsetja fé frá því í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm Ekki gengur nægilega vel að selja sauðfjárafurðir úr haustslátrun ársins í fyrra sem veldur því að verð til sauðfjárbænda lækkar um tíu prósent. Erlendir markaðir hafa hrunið á árinu og enn eru til um 1.800 tonn af lambakjöti í frystum afurðastöðva rétt fyrir sláturvertíð ársins 2016. Framleiðsla á lambakjöti á ári hverju losar rétt um tíu þúsund tonn. Þar af hafa um 2.900 tonn verið flutt til útlanda á aðra markaði. Enn eru samt til um átján hundruð tonn í frystum landsins frá síðustu sláturtíð.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir horfur ekki góðar með nýjum búvörusamningum. „Gert er ráð fyrir gripagreiðslum í stað ærgilda eins og nú er og það mun aðeins auka framleiðni sauðfjárbænda og þeir lenda í vítahring. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða rækilega,“ segir Björt. Neysla kindakjöts hefur dregist saman síðustu 12 mánuði um eitt prósent og er nú svo komið að kindakjötsneysla er um fjórðungur allrar kjötneyslu landsins.Björt ÓlafsdóttirNeysla svínakjöts á hinn bóginn hefur aukist um 8,3 prósent og er nú 24 prósent heildarneyslu landsmanna. Stærsta einstaka breytingin á neysluvenjum hér á landi síðustu tólf mánuði er í nautakjöti en neysla nautakjöts hefur aukist um þrjátíu prósent á síðustu tólf mánuðum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir markaði hafa hrunið á árinu.Þórarinn Ingi Pétursson„Nú er svo komið að Rússamarkaður er hruninn og markaður fyrir aukaafurðir er einnig hruninn. Við höfum verið að gera það gott á mörkuðum þar sem við seljum undir okkar vörumerkjum en þar sem framleiðslan fer bara inn á einhvern markað er salan mjög léleg,“ segir Þórarinn. Framleiðslan er ekki of mikil að mati Þórarins. „Ef við skoðum stöðuna fyrir fjórum árum þá vorum við að framleiða meira en nú en framleiddum samt of lítið fyrir markaði. Núna erum við að framleiða kannski aðeins of mikið en þetta kemur í sveiflum,“ segir Þórarinn Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ekki gengur nægilega vel að selja sauðfjárafurðir úr haustslátrun ársins í fyrra sem veldur því að verð til sauðfjárbænda lækkar um tíu prósent. Erlendir markaðir hafa hrunið á árinu og enn eru til um 1.800 tonn af lambakjöti í frystum afurðastöðva rétt fyrir sláturvertíð ársins 2016. Framleiðsla á lambakjöti á ári hverju losar rétt um tíu þúsund tonn. Þar af hafa um 2.900 tonn verið flutt til útlanda á aðra markaði. Enn eru samt til um átján hundruð tonn í frystum landsins frá síðustu sláturtíð.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir horfur ekki góðar með nýjum búvörusamningum. „Gert er ráð fyrir gripagreiðslum í stað ærgilda eins og nú er og það mun aðeins auka framleiðni sauðfjárbænda og þeir lenda í vítahring. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða rækilega,“ segir Björt. Neysla kindakjöts hefur dregist saman síðustu 12 mánuði um eitt prósent og er nú svo komið að kindakjötsneysla er um fjórðungur allrar kjötneyslu landsins.Björt ÓlafsdóttirNeysla svínakjöts á hinn bóginn hefur aukist um 8,3 prósent og er nú 24 prósent heildarneyslu landsmanna. Stærsta einstaka breytingin á neysluvenjum hér á landi síðustu tólf mánuði er í nautakjöti en neysla nautakjöts hefur aukist um þrjátíu prósent á síðustu tólf mánuðum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir markaði hafa hrunið á árinu.Þórarinn Ingi Pétursson„Nú er svo komið að Rússamarkaður er hruninn og markaður fyrir aukaafurðir er einnig hruninn. Við höfum verið að gera það gott á mörkuðum þar sem við seljum undir okkar vörumerkjum en þar sem framleiðslan fer bara inn á einhvern markað er salan mjög léleg,“ segir Þórarinn. Framleiðslan er ekki of mikil að mati Þórarins. „Ef við skoðum stöðuna fyrir fjórum árum þá vorum við að framleiða meira en nú en framleiddum samt of lítið fyrir markaði. Núna erum við að framleiða kannski aðeins of mikið en þetta kemur í sveiflum,“ segir Þórarinn Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira