Fjöldi mála þar sem brotið er á starfsfólki í veitingageiranum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 19:00 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson. VÍSIR/SKJÁSKOT Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira