Tveir af hverjum þremur sauðfjárbændum með mjög fátt fé Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Nærri tvö af hverjum þremur sauðfjárbúum á Íslandi eru með færri en 200 ær á vetrarfóðrum. Aðeins fjögur prósent sauðfjárbúa eru með yfir 600 ær á fóðrum. Prófessor í hagfræði segir íslenska sauðfjárrækt að mestu leyti hobbívinnu sem sé þægileg með annarri vinnu. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda, segir marga bændur vinna önnur störf meðfram sauðfjárrækt. „Í nýrri skýrslu Arion banka kemur fram að margir bændur séu í öðrum störfum svo sem ferðaþjónustu, í alls kyns verktakavinnu og svo framvegis. Einnig er auðvitað mikið enn um blönduð bú þar sem sauðfjárrækt er með kúabúskap eða hrossarækt svo eitthvað sé talið,“ segir Halldór. Tölur um stærð sauðfjárbúa birtust í skýrslu Byggðastofnunar um staðsetningu sauðfjár á Íslandi. Kemur fram í úttekt Byggðastofnunar að flest fé er á Norðurlandi vestra og í Skagafirði. Einnig eru langflest stór sauðfjárbú á Norðvesturlandi.Þórólfur MatthíassonÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir mjög erfitt að setja upp sauðfjárbú sem veiti manni fulla vinnu allan ársins hrings. „Álagspunktar í sauðfjárrækt eru fáir þannig að þetta er vinna sem hentar ágætlega með öðru. Það yrði erfitt að setja upp svo stórt bú að það veiti fulla vinnu 365 daga á ári. Svo stór bú myndi landið í kring svo ekki þola. Menn verða að horfast í augu við að á mörgum stöðum ber landið ekki sauðfjárrækt og er illa farið,“ segir Þórólfur. Svavar sér smæð sauðfjárbúa ekki sem vandamál. „Það eru skýringar á þessu. Við vitum hins vegar að menn tala um að bú þurfi að vera með um 400 til 800 ær á vetrarfóðrum til að standa undir sér en það er að því gefnu að menn séu aðeins í sauðfjárrækt sem er nokkuð sjaldgæft á Íslandi,“ bætir Svavar við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Nærri tvö af hverjum þremur sauðfjárbúum á Íslandi eru með færri en 200 ær á vetrarfóðrum. Aðeins fjögur prósent sauðfjárbúa eru með yfir 600 ær á fóðrum. Prófessor í hagfræði segir íslenska sauðfjárrækt að mestu leyti hobbívinnu sem sé þægileg með annarri vinnu. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda, segir marga bændur vinna önnur störf meðfram sauðfjárrækt. „Í nýrri skýrslu Arion banka kemur fram að margir bændur séu í öðrum störfum svo sem ferðaþjónustu, í alls kyns verktakavinnu og svo framvegis. Einnig er auðvitað mikið enn um blönduð bú þar sem sauðfjárrækt er með kúabúskap eða hrossarækt svo eitthvað sé talið,“ segir Halldór. Tölur um stærð sauðfjárbúa birtust í skýrslu Byggðastofnunar um staðsetningu sauðfjár á Íslandi. Kemur fram í úttekt Byggðastofnunar að flest fé er á Norðurlandi vestra og í Skagafirði. Einnig eru langflest stór sauðfjárbú á Norðvesturlandi.Þórólfur MatthíassonÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir mjög erfitt að setja upp sauðfjárbú sem veiti manni fulla vinnu allan ársins hrings. „Álagspunktar í sauðfjárrækt eru fáir þannig að þetta er vinna sem hentar ágætlega með öðru. Það yrði erfitt að setja upp svo stórt bú að það veiti fulla vinnu 365 daga á ári. Svo stór bú myndi landið í kring svo ekki þola. Menn verða að horfast í augu við að á mörgum stöðum ber landið ekki sauðfjárrækt og er illa farið,“ segir Þórólfur. Svavar sér smæð sauðfjárbúa ekki sem vandamál. „Það eru skýringar á þessu. Við vitum hins vegar að menn tala um að bú þurfi að vera með um 400 til 800 ær á vetrarfóðrum til að standa undir sér en það er að því gefnu að menn séu aðeins í sauðfjárrækt sem er nokkuð sjaldgæft á Íslandi,“ bætir Svavar við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira