Sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi heldur til Afganistan Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 10:16 Jóhann Thoroddsen og Alberto Cairo. Mynd/Rauði krossinn Jóhann Thoroddsen, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt til Afganistan í gær þar sem hann mun starfa á Endurhæfingarstöð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Kabúl. Í tilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi segir að hreyfingin hafi, ásamt utanríkisráðuneytinu, stutt við starfsemi Endurhæfingarstöðvarinnar allt frá árinu 2012. Stöðin er meðal annars ætluð fórnarlömbum jarðsprengna og stríðsátaka sem hafa misst útlimi. Jóhann er sálfræðingur og er að fara til Kabúl sem sendifulltrúi í annað sinn. Fyrir réttu ári hélt hann námskeið fyrir starfsfólk og og fyrrum skjólstæðinga Endurhæfingarstöðvarinnar í sálrænum stuðningi. Í sendiförinni komi Jóhann til með að byggja ofan á þá grunnvinnu sem hafi verið lögð fyrir ári síðan. Í tilkynningunni segir að skjólstæðingar Rauða krossins hafi í Endurhæfingarstöðinni fengið gervilimi, sálrænan stuðning og starfsþjálfun til að gera þeim kleift að taka þátt í daglegu lífi á nýjan leik. „Endurhæfingarstöð ICRC í Kabúl hefur vakið heimsathygli. Starf stöðvarinnar er leitt af Alberto Cairo en hann hefur varið síðustu 26 árum í Afganistan við mannúðarstörf og endurhæfingu fórnarlamba stríðsátaka. Skjólstæðingar stöðvarinnar hafa náð ótrúlegum árangri, meðal annars með virkri þátttöku í íþróttum, leikjum og starfi. Skjólstæðingar eru hvattir til að snúa aftur í atvinnulífið og fá til þess stuðning og leiðsögn auk þess sem þeir eiga kost á hagstæðum lánum til að greiða götu viðskiptahugmynda. Meðal þeirra sem hafa stutt við starfið eru fótboltakappar á borð við Paul Pogba, Philipp Lahm, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Jóhann Thoroddsen, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt til Afganistan í gær þar sem hann mun starfa á Endurhæfingarstöð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Kabúl. Í tilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi segir að hreyfingin hafi, ásamt utanríkisráðuneytinu, stutt við starfsemi Endurhæfingarstöðvarinnar allt frá árinu 2012. Stöðin er meðal annars ætluð fórnarlömbum jarðsprengna og stríðsátaka sem hafa misst útlimi. Jóhann er sálfræðingur og er að fara til Kabúl sem sendifulltrúi í annað sinn. Fyrir réttu ári hélt hann námskeið fyrir starfsfólk og og fyrrum skjólstæðinga Endurhæfingarstöðvarinnar í sálrænum stuðningi. Í sendiförinni komi Jóhann til með að byggja ofan á þá grunnvinnu sem hafi verið lögð fyrir ári síðan. Í tilkynningunni segir að skjólstæðingar Rauða krossins hafi í Endurhæfingarstöðinni fengið gervilimi, sálrænan stuðning og starfsþjálfun til að gera þeim kleift að taka þátt í daglegu lífi á nýjan leik. „Endurhæfingarstöð ICRC í Kabúl hefur vakið heimsathygli. Starf stöðvarinnar er leitt af Alberto Cairo en hann hefur varið síðustu 26 árum í Afganistan við mannúðarstörf og endurhæfingu fórnarlamba stríðsátaka. Skjólstæðingar stöðvarinnar hafa náð ótrúlegum árangri, meðal annars með virkri þátttöku í íþróttum, leikjum og starfi. Skjólstæðingar eru hvattir til að snúa aftur í atvinnulífið og fá til þess stuðning og leiðsögn auk þess sem þeir eiga kost á hagstæðum lánum til að greiða götu viðskiptahugmynda. Meðal þeirra sem hafa stutt við starfið eru fótboltakappar á borð við Paul Pogba, Philipp Lahm, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira