Ólíðandi að hjólreiðamenn verði fyrir árásum Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 21:00 Garðar Þór Magnússon var að hjóla heim frá vinnu á sjötta tímanum í gær þegar hann varð þess var á síðustu stundi að snæri var strengt þvert yfir brúna við Kópavogslæk. Annar hjólreiðamaður var þar fyrir að reyna að losa niður snærið. „Ég næ ekkert að bremsa, ég næ bara að beygja mig og finn spottann fara í hjálminn og eftir bakinu á mér. Svo sný ég við þegar ég kem hér út af brúnni og hjálpa fólkinu að skera niður spottann," segir Garðar Þór.Strengt í höfuðhæð Ofan af Kópavogshálsinum kemur fjöldi hjólreiðamenn á háannatíma, sumir á allt að 20-30 km hraða. Því má rétt ímynda sér afleiðingarnar af því að lenda á strengdu snæri, í höfuð- eða brjósthæð, á slíkri ferð. „Það er ljótt að segja, en það gæti orðið bara afhöfðun ef maður lendir á þessu,“ segir Garðar sem var skiljanlega brugðið. „Þegar ég kom heim þá bara sauð á mér, ég var foxillur yfir þessu alveg. Þetta er ekki í fyrsta sinn hérna í Kópavogi sem þetta gerist. Ég veit ekki hvað skal gera til þess að koma í veg fyrir þetta."Vegfarendur hvattir til að tilkynna lögreglu Að minnsta kosti þrjú önnur dæmi hafa komið upp í sumar þar sem snæri hafa verið strengd yfir stíga með þessum hætti. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og biður vegfarendur að tilkynna um öll slík tilfelli. Fyrir tveimur árum slasaðist hjólreiðamaður illa þegar hann lenti á vír sem hafði verið strengdur yfir brú við ósa Elliðaár. Sjá einnig: Telur sig hafa sloppið vel frá því að hjóla á vír við ElliðaárGangandi og hjólandi í sátt og samlyndi Hjólreiðar hafa aukist mjög síðustu ár og Garðar Þór segir að umferðarmenningin verði að vera þannig að gangandi og hjólandi séu í sátt og samlyndi. Hinsvegar sé ólíðandi að hjólreiðamenn þurfi að búa við hættu af árásum frá samborgurum sínum. „Maður á stundum fullt í fangi með að gæta sín á bílunum og hundunum, svo bætast spottarnir við. Það er ekki eitthvað sem maður vill sjá í þessu." Tengdar fréttir Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi Litlu munaði að illa færi. 20. júní 2016 11:37 Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. 23. júní 2016 14:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Garðar Þór Magnússon var að hjóla heim frá vinnu á sjötta tímanum í gær þegar hann varð þess var á síðustu stundi að snæri var strengt þvert yfir brúna við Kópavogslæk. Annar hjólreiðamaður var þar fyrir að reyna að losa niður snærið. „Ég næ ekkert að bremsa, ég næ bara að beygja mig og finn spottann fara í hjálminn og eftir bakinu á mér. Svo sný ég við þegar ég kem hér út af brúnni og hjálpa fólkinu að skera niður spottann," segir Garðar Þór.Strengt í höfuðhæð Ofan af Kópavogshálsinum kemur fjöldi hjólreiðamenn á háannatíma, sumir á allt að 20-30 km hraða. Því má rétt ímynda sér afleiðingarnar af því að lenda á strengdu snæri, í höfuð- eða brjósthæð, á slíkri ferð. „Það er ljótt að segja, en það gæti orðið bara afhöfðun ef maður lendir á þessu,“ segir Garðar sem var skiljanlega brugðið. „Þegar ég kom heim þá bara sauð á mér, ég var foxillur yfir þessu alveg. Þetta er ekki í fyrsta sinn hérna í Kópavogi sem þetta gerist. Ég veit ekki hvað skal gera til þess að koma í veg fyrir þetta."Vegfarendur hvattir til að tilkynna lögreglu Að minnsta kosti þrjú önnur dæmi hafa komið upp í sumar þar sem snæri hafa verið strengd yfir stíga með þessum hætti. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og biður vegfarendur að tilkynna um öll slík tilfelli. Fyrir tveimur árum slasaðist hjólreiðamaður illa þegar hann lenti á vír sem hafði verið strengdur yfir brú við ósa Elliðaár. Sjá einnig: Telur sig hafa sloppið vel frá því að hjóla á vír við ElliðaárGangandi og hjólandi í sátt og samlyndi Hjólreiðar hafa aukist mjög síðustu ár og Garðar Þór segir að umferðarmenningin verði að vera þannig að gangandi og hjólandi séu í sátt og samlyndi. Hinsvegar sé ólíðandi að hjólreiðamenn þurfi að búa við hættu af árásum frá samborgurum sínum. „Maður á stundum fullt í fangi með að gæta sín á bílunum og hundunum, svo bætast spottarnir við. Það er ekki eitthvað sem maður vill sjá í þessu."
Tengdar fréttir Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi Litlu munaði að illa færi. 20. júní 2016 11:37 Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. 23. júní 2016 14:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. 23. júní 2016 14:30