Innlent

Dýrbítur á ferð í Rangárþingi eystra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Þetta hefur verið hundur en ég hef engan grunaðan,“ segir Sigurður Sigurjónsson, bóndi á Ytri-Skógum í Rangárþingi eystra, í samtali við Vísi.

Dýrbítur komst í lamb Sigurðar og banaði því. Lambið var gemlingslamb sem kom í heiminn síðla vors. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá beint hundurinn snoppuna af lambinu. Ekki er vitað hvort hundurinn er enn á svæðinu eður ei.

Að sögn Sigurðar eru engir heimahundar á bæjunum í kring en möguleiki sé á að hundurinn hafi komið frá ferðamanni en Ytri-Skógar standa rétt hjá Skógafossi. Hann segir að hann lögreglunni muni ekki vera gert viðvart enda hafi það lítið upp á sig úr þessu.

„Mögulega hefur þetta verið hundur sem fylgdi túristum sem voru að skoða fossinn eða einhverjum í sumarhúsum hérna hjá,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að honum sé alls ekki í nöp við hunda og hafi almennt ekkert við þá að athuga. „En fólk verður að bera ábyrgð á sínum hundum.“

Að öðru leiti segir hann að nábýlið við túristana gangi vel. „Þeir eru ósköp þægilegir í umgengni þó það sé alveg nóg af þeim,“ segir hann að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×