Innlent

Yfir áttatíu prósent lundapysja drepist á skömmum tíma

gissur sigurðsson skrifar
Lundapysjur, eða lundaungar, hafa ekki enn sést á götum og í görðum í Vestmannaeyjabæ, þrátt fyrir óvenju mikið varp í öllum eyjuum í vor og að óvenju mikið af ungum hafi klakist út. Í ljós er komið að yfir áttatíu prósent unganna hefur drepist á skömmum tíma vegna fæðuskorts.Þegar pysjurnar yfirgefa heimkynni sín fljúga þær gjarnan í ljósin í bænum og verða bjargarlausar á þurru landi. Hafa Eyjamenn, ungir sem aldnir, þá tekið sig til, bjargað þeim og komið þeim á haf út. Hins vegar verður lítið sem ekkert um það í haust, og vaknar sú spurning hvenær og hvers vegna ungastofninn hafi hrunið svo skyndilega.Erpur Snær Hansen líffræðingur hefur verið að meta stöðuna.„Núna eftir miðjan júlí fram í fyrstu vikuna í ágúst fór hreinlega botninn úr þessu. Áttatíu og þrjú prósent af öllum afkvæmum annað hvort voru yfirgefin eða drápust á skömmum tíma. Þetta er bara þetta venjulega, það er fæðuskortur. Svo var komið töluvert mikið af ungum en þeir eru meira og minna að mestu farnir,” segir Erpur og bætir við að fæðuskortur sé sérstaklega áberandi í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.