Innlent

Bjóða fram í öllum kjör­dæm­um

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður yfirkjörnefndar Viðreisnar
Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður yfirkjörnefndar Viðreisnar
Stjórn Viðreisnar auglýsir eftir frambjóðendum á framboðslista flokksins fyrir kosningarnar sem halda á 29. október næstkomandi. Stilla á upp lista í öllum kjördæmum landsins.

Tekið er fram að leitað sé að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum. „Áhersla er lögð á að á framboðslistum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu,“ segir í tilkynningu og tekið fram að konum og körlum verði skipað jafnt til sætis á framboðslistum flokksins.

„Allt frjálslynt fólk sem er sammála meginmarkmiðum flokksins og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra er velkomið í hópinn. Stefna og áherslur Viðreisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjölmennum málefnahópum undanfarin tvö ár,“ segir þar jafnframt.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×