Innlent

Ellen ófundin: Lögregla biður almenning um að kanna nærumhverfi sitt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ellen Amilía Óladóttir
Ellen Amilía Óladóttir
Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Ellen Amilíu Óladóttur, 25 ára gamalli konu sem lýst var eftir í gær, hefur enn engan árangur borið. Leitinni verður haldið áfram í dag en lögregla biðlar til almennings um að hafa augun opin og kanna nærumhverfi sitt.

Ellen er með sítt ljóst hár, 174 cm á hæð og grannvaxin. Talið er að hún sé í gallabuxum og grárri hettupeysu en gæti haft önnur föt meðferðis. Ellen hefur yfir að ráða silfurlitri Toyota Corolla, YE-147. 2002 árgerð (sjá mynd af samskonar bifreið í meðfylgjandi mynd). Síðast er vitað um ferðir hennar síðastliðinn föstudag eftir kvöldmat á höfuðborgarsvæðinu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um Ellen eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.


Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir Ellen

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Ellenar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×