Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2016 20:28 Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33