Innlent

Spyr aftur um kynferðisbrot á Þjóðhátíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. Vísir/Anton
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur aftur lagt fram fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, varðandi fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Það gerði hann einnig í fyrra eftir að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, ákvað að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni.

Sömu stefnu var haldið nú í ár.

Helgi lagði fram fyrirspurn á Alþingi í dag þar sem hann spyr: Hversu margar tilkynningar um kynferðisbrot annars vegar og kærur vegna kynferðisbrota hins vegar bárust lögregluyfirvöldum í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2016?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×