Vilji til þess að Ísland tali hátt og skýrt vegna ástandsins í Tyrklandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. ágúst 2016 13:30 Fjöldi hermanna hafa verið handteknir í Tyrklandi. Amnesty international telur að gróflega sé brotið á mannréttindum þeirra. Mynd/AFP Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra kom fyrir utanríkismáalanefnd Alþingis í morgun til að greina nefndinni frá stöðu mála eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi. Utanríkismálanefnd kom saman í morgun að beiðni Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, til að ræða eftirmála valdaránstilraunarinnar. Valdaránið fór fram þann 15. júlí síðastliðinn og var hrundið aftur samdægurs. Í kjölfarið hefur Erdogan Tyrklandsforseti hreinsað til innan hins opinbera en þúsundir hafa verið handteknir og enn fleiri vísað úr störfum innan hersins, menntakerfinu og víðar. Mannréttindasamtök telja að grimmilega sé brotið á þeim sem hafa verið handteknir. Amnesty International birti á dögunum gögn sem sýna fram á slæma meðferð á þeim föngum sem handteknir voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Að sögn Amnesty eru fangar margir saman í íþróttahúsum og vöruskemmum, þeir séu þá handjárnaðir dögum saman og niðurlægðir.Hanna Birna segir segir nefndarmenn hafa verið samhuga.Vísir/VilhelmUtanríkismálanefnd tók engar ákvarðanir um viðbrögð við ástandinu í Tyrklandi en Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segir mögulegt að viðfangsefnið rati fyrir Alþingi. „Við áttum afar gagnlegan og góðan fund með utanríkisráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins til að fara yfir stöðuna í Tyrklandi. Ekki bara til að fara yfir atburðina um miðjan júlí heldur líka um stöðuna almennt og þeirra gagnaðgerða sem tyrknesk stjórnvöld hafa verið að fara í,“ segir Hanna Birna og segir nefndarmenn hafa verið samhljóma um stöðu mála. „Ég held að ég geti fullyrt það að nefndarmenn höfðu allir áhyggjur af ástandinu og hafa áhyggjur af þróun mála og hvað muni gerast. Og nefndarmenn vildu tryggja það að það kæmist skýrst áleiðis til stjórnvalda að þingmenn vilja að rödd Íslands sé há og skýr um það að mannréttindi þurfi að virða og að þau séu í samræmi við þær alþjóðlegu kröfur sem við gerum,“ segir hún. Hanna Birna segir nefndina ekki hafa tekið neina ákvörðun um formleg viðbrögð, slíkt muni skýrast þegar Alþingi kemur saman um miðjan ágústmánuð. „Það var einungis verið að fara yfir það sem stjórnvöld hafa verið að gera, nefndarmenn lýstu yfir ánægju með það, og sameiginlegum vilja til að tala hátt og skýrt. Það var nefnt á fundinum að hugsanlega væri eðlilegt að Alþingi og utanríkismálanefnd kæmu með skýrari hætti að því. Hvernig það yrði þá nákvæmlega, hvort það verði í formi ályktunar eða umræðu inni í þinginu, þarf bara að ráðast á næstu dögum þegar þingið kemur saman.“ Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra kom fyrir utanríkismáalanefnd Alþingis í morgun til að greina nefndinni frá stöðu mála eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi. Utanríkismálanefnd kom saman í morgun að beiðni Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, til að ræða eftirmála valdaránstilraunarinnar. Valdaránið fór fram þann 15. júlí síðastliðinn og var hrundið aftur samdægurs. Í kjölfarið hefur Erdogan Tyrklandsforseti hreinsað til innan hins opinbera en þúsundir hafa verið handteknir og enn fleiri vísað úr störfum innan hersins, menntakerfinu og víðar. Mannréttindasamtök telja að grimmilega sé brotið á þeim sem hafa verið handteknir. Amnesty International birti á dögunum gögn sem sýna fram á slæma meðferð á þeim föngum sem handteknir voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Að sögn Amnesty eru fangar margir saman í íþróttahúsum og vöruskemmum, þeir séu þá handjárnaðir dögum saman og niðurlægðir.Hanna Birna segir segir nefndarmenn hafa verið samhuga.Vísir/VilhelmUtanríkismálanefnd tók engar ákvarðanir um viðbrögð við ástandinu í Tyrklandi en Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segir mögulegt að viðfangsefnið rati fyrir Alþingi. „Við áttum afar gagnlegan og góðan fund með utanríkisráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins til að fara yfir stöðuna í Tyrklandi. Ekki bara til að fara yfir atburðina um miðjan júlí heldur líka um stöðuna almennt og þeirra gagnaðgerða sem tyrknesk stjórnvöld hafa verið að fara í,“ segir Hanna Birna og segir nefndarmenn hafa verið samhljóma um stöðu mála. „Ég held að ég geti fullyrt það að nefndarmenn höfðu allir áhyggjur af ástandinu og hafa áhyggjur af þróun mála og hvað muni gerast. Og nefndarmenn vildu tryggja það að það kæmist skýrst áleiðis til stjórnvalda að þingmenn vilja að rödd Íslands sé há og skýr um það að mannréttindi þurfi að virða og að þau séu í samræmi við þær alþjóðlegu kröfur sem við gerum,“ segir hún. Hanna Birna segir nefndina ekki hafa tekið neina ákvörðun um formleg viðbrögð, slíkt muni skýrast þegar Alþingi kemur saman um miðjan ágústmánuð. „Það var einungis verið að fara yfir það sem stjórnvöld hafa verið að gera, nefndarmenn lýstu yfir ánægju með það, og sameiginlegum vilja til að tala hátt og skýrt. Það var nefnt á fundinum að hugsanlega væri eðlilegt að Alþingi og utanríkismálanefnd kæmu með skýrari hætti að því. Hvernig það yrði þá nákvæmlega, hvort það verði í formi ályktunar eða umræðu inni í þinginu, þarf bara að ráðast á næstu dögum þegar þingið kemur saman.“
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira