Formaður atvinnuveganefndar vill breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2016 18:45 HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Vísir Formaður atvinnuveganefndar segir að gera þurfi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu svo bæjarfélög á landsbyggðinni geti varið aflaheimildir og að í stað veiðigjalda verði settar veiðiheimildir til þess að sporna við því að kvóti sé seldur úr bæjarfélögum. Í fréttum Stöðvar 2 á laugardag gagnrýndi Ólafur Arnarson, hagfræðingur, harðlega söluna á 1600 tonna þorskígildiskvóta frá útgerðarfélaginu Hafnarnesi í Þorlákshöfn til HB Granda og líki aðkomu Landsbankans að sölunni við Borgunarhneygslið og að jafnframt yrðu stjórnvöld að koma á eðlilegu fiskveiðistjórnunarkerfi í landinu. Störf 60 starfsmanna í Þorlákshöfn voru sett í hættu og 90% kvótans er horfinn úr bæjarfélaginu. „Þetta er bara enn og aftur áminning um þann veikleika sem er í kerfinu okkar í dag um að sveitarfélög geti ekki varið aflaheimildir með því að hafa einhverskonar forkaupsrétt að þeim. Við þurfum auðvitað að framvæma breytingar á fiksveiðistjórnunarkerfinu. Við þurfum að reyna að gera það þannig að umræðan verði málefnaleg og við nálgumst eitthvað sem við getum kallað þjóðarsátt í sjávarútvegi,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á alþingi 17. maí síðastliðinn að að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar , en í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Jón Gunnarsson hefur unnið að hugmyndum á breytingum í þessa átt. „Það byggist á því að í stað veiðigjalda séu teknar aflaheimildir inn á einhvernskonar markað hjá hinu opinbera. Þetta mun verða til þess að tugþúsunda tonna markaður verður til og einmitt komið þá sveitarfélögum og útgerðum sem verða fyrir því höggi sem við erum að verða vitni af í Þorlákshöfn núna til góða. Ég tel að við eigum að sýna pólitíska ábyrgð hvar í flokki sem við stöndum og sameinast um það að hefja umræðu á þessum vettvangi í samráði við hagsmunaaðila og reyna þá að leiða þennan ágreining í jörðu eins og hægt er,“ segir Jón. Jón segir að hugmyndirnar hafi verið ræddar við ákveðna þingmenn innan Samfylkingunnar og annarra flokka en að málið sé einungis á umræðustigi en sem komið er. „Þær hafa fengið ágætis hljómgrunn. Það hefur ekki farið umræða um þetta til dæmis innan Sjálfstæðinsflokksins um þessar hugmyndir mínar sérstaklega,“ segir JónÁttu von á að samflokksmenn þínir taki vel í þessar hugmyndir líka? „Ég á ekki vin á öðru en að þeir séu tilbúnir til þess að setjast niður og ræða þetta. Hvort þeir verði allir sammála mér það á eftir að koma í ljóst,“ segir Jón Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir að gera þurfi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu svo bæjarfélög á landsbyggðinni geti varið aflaheimildir og að í stað veiðigjalda verði settar veiðiheimildir til þess að sporna við því að kvóti sé seldur úr bæjarfélögum. Í fréttum Stöðvar 2 á laugardag gagnrýndi Ólafur Arnarson, hagfræðingur, harðlega söluna á 1600 tonna þorskígildiskvóta frá útgerðarfélaginu Hafnarnesi í Þorlákshöfn til HB Granda og líki aðkomu Landsbankans að sölunni við Borgunarhneygslið og að jafnframt yrðu stjórnvöld að koma á eðlilegu fiskveiðistjórnunarkerfi í landinu. Störf 60 starfsmanna í Þorlákshöfn voru sett í hættu og 90% kvótans er horfinn úr bæjarfélaginu. „Þetta er bara enn og aftur áminning um þann veikleika sem er í kerfinu okkar í dag um að sveitarfélög geti ekki varið aflaheimildir með því að hafa einhverskonar forkaupsrétt að þeim. Við þurfum auðvitað að framvæma breytingar á fiksveiðistjórnunarkerfinu. Við þurfum að reyna að gera það þannig að umræðan verði málefnaleg og við nálgumst eitthvað sem við getum kallað þjóðarsátt í sjávarútvegi,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á alþingi 17. maí síðastliðinn að að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar , en í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Jón Gunnarsson hefur unnið að hugmyndum á breytingum í þessa átt. „Það byggist á því að í stað veiðigjalda séu teknar aflaheimildir inn á einhvernskonar markað hjá hinu opinbera. Þetta mun verða til þess að tugþúsunda tonna markaður verður til og einmitt komið þá sveitarfélögum og útgerðum sem verða fyrir því höggi sem við erum að verða vitni af í Þorlákshöfn núna til góða. Ég tel að við eigum að sýna pólitíska ábyrgð hvar í flokki sem við stöndum og sameinast um það að hefja umræðu á þessum vettvangi í samráði við hagsmunaaðila og reyna þá að leiða þennan ágreining í jörðu eins og hægt er,“ segir Jón. Jón segir að hugmyndirnar hafi verið ræddar við ákveðna þingmenn innan Samfylkingunnar og annarra flokka en að málið sé einungis á umræðustigi en sem komið er. „Þær hafa fengið ágætis hljómgrunn. Það hefur ekki farið umræða um þetta til dæmis innan Sjálfstæðinsflokksins um þessar hugmyndir mínar sérstaklega,“ segir JónÁttu von á að samflokksmenn þínir taki vel í þessar hugmyndir líka? „Ég á ekki vin á öðru en að þeir séu tilbúnir til þess að setjast niður og ræða þetta. Hvort þeir verði allir sammála mér það á eftir að koma í ljóst,“ segir Jón
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira