Innlent

Alelda bíll á Langavatnsvegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bílinn er gjörónýtur.
Bílinn er gjörónýtur. Vísir/Óttarr
Eldur kom upp í bíl á Langavatnsvegi fyrir ofan Grafarholt fyrr í kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út en reyndist bíllinn vera alelda þegar slökkviliðið kom á svæðið.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn í bílnum sem er jeppi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var enginn á vettvangi þegar slökkvilið kom á svæðið og engin meiðsl urðu á fólki. Eldsupptök eru ókunn.

Bílinn var alelda þegar slökkviliðið kom á svæðið.Mynd/Óttarr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×