Orð Biblíunnar vöktu ótta meðal Íslendinga þegar þeir héldu þau koma úr Kóraninum - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 20:00 Nokkrir vegfarendur voru spurðir hvað þeim þykir um fyrirmæli Kóransins - en í raun komu þau úr Biblíunni. Vísir „Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“ Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
„Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira