Dapurt yfir mönnum í vatnslitlum laxveiðiám Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 "Einn góðan veðurdag kemur gusa og þá eru þeir sem verða til staðar þeir heppnu,“ segir Einar Sigfússon sem reiknar með að langvinnir þurrkar taki um síðir enda. vísir/daníel Miklir þurrkar undanfarnar vikur valda laxveiðimönnum miklum erfiðleikum. Rennsli í ám vestanlands og norðan hefur minnkað gríðarlega síðan veiðin hófst í júní. „Það hefur bara ekki komið dropi úr lofti sem hægt er að tala um í einar sjö vikur. Eðlilega hefur þetta áhrif, það segir sig sjálft. Það sem hefur verið að veiðast er yfirleitt á þunna tauma og smáflugur,“ segir Einar Sigfússon, veiðileyfasali í Norðurá í Borgarfirði og Haffjarðará á Mýrum. Um það leyti sem veiði hófst í Norðurá, sem var 4. júní að þessu sinni, mældist vatnsrennsli í ánni um 40 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt vef Veðurstofunnar. Nýjustu mælingar sýna hins vegar að rennslið er komið undir 4 rúmmetra, sem sagt orðið tíu sinnum minna. Einar neitar því ekki að veiðimenn hafi verið dálítið daprir vegna þessa. Menn láti hins vegar ekki hugfallast. „Það þýðir ekkert annað en að bera höfuðið hátt því ljósi punkturinn er að fiskurinn er til staðar,“ segir Einar. „En þetta er búið að hafa þau árif síðustu fjórar vikurnar að það hefur dregið stöðugt úr tökum, alls staðar á öllu Vestur- og Norðurlandi. Í að minnsta kosti sjö vikur hefur verið sól og blíða og minnkandi vatn og súrefnissnautt. Það gerir að verkum að takan minnkar.“ Þessi staða er ekki ný en Einar segir öllu muna að þrátt fyrir allt sé talsverður fiskur í flestum ám. „Þannig að það er miklu betra ástand heldur en 2014 til dæmis,“ segir hann. Að vísu hafi sterkar smálaxagöngur sem menn hafi átt von í kring um 20. júlí ekki skilað sér. „Gamlir Norðurármenn eru alveg á því að þessi fiskur sé enn þá bara niðri í Hvítá og Straumunum og eigi eftir að koma inn þegar meira vex í.“ Í fyrrasumar veiddust 2.886 laxar í Norðurá. Það sem af er tímabilinu nú hafa veiðst tæplega eitt þúsund fiskar. Enn er nóg að hafa því þúsundir fiska hafi farið um teljarann við fossinn Glanna að sögn Einars. „Þess vegna er svo svekkjandi að það skuli ekki vera vatn til að ná honum upp. En einn góðan veðurdag kemur gusa og þá eru þeir sem verða til staðar þeir heppnu,“ fullyrðir Einar og bendir á að ólíklegt sé að haustrigningar bregðist. Þá muni hluti af þeim fiski sem sé inni á dal færa sig niður ána aftur. „Þá dreifist þetta aftur um alla ána.“ Haffjarðará er einnig á snærum Einars sem kveður svipað gilda um hana. Rennsli þar var um 12 rúmmetrar á sekúndu fyrstu dagana í júní. Nýjustu tölur þaðan sýna tæplega 5 rúmmetra rennsli. Áin býr að vatnsmiðlun úr Hlíðarvatni og Svínavatni í gegn um Oddastaðavatn. „Það er mikill fiskur í henni og stundum koma þokkalegir dagar en það vantar þetta ferska og súrefnisríka vatn,“ segir Einar sem mældi vatnshitastigið í bæði Norðurá og Haffjarðará fyrir um viku. „Þá var Norðuráin 20 gráður og Haffjarðaráin 22 gráður. Þetta er bara orðin svona hægeldun á fiskinum,“ segir hann. Hitastig á bilinu 8 til 11 gráður telji hann vera ákjósanlegt. „Það er til kenning hjá Bretum um að þegar hitastig vatnsins sé orðið hærra en lofthitinn þá geti menn gleymt þessu.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Miklir þurrkar undanfarnar vikur valda laxveiðimönnum miklum erfiðleikum. Rennsli í ám vestanlands og norðan hefur minnkað gríðarlega síðan veiðin hófst í júní. „Það hefur bara ekki komið dropi úr lofti sem hægt er að tala um í einar sjö vikur. Eðlilega hefur þetta áhrif, það segir sig sjálft. Það sem hefur verið að veiðast er yfirleitt á þunna tauma og smáflugur,“ segir Einar Sigfússon, veiðileyfasali í Norðurá í Borgarfirði og Haffjarðará á Mýrum. Um það leyti sem veiði hófst í Norðurá, sem var 4. júní að þessu sinni, mældist vatnsrennsli í ánni um 40 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt vef Veðurstofunnar. Nýjustu mælingar sýna hins vegar að rennslið er komið undir 4 rúmmetra, sem sagt orðið tíu sinnum minna. Einar neitar því ekki að veiðimenn hafi verið dálítið daprir vegna þessa. Menn láti hins vegar ekki hugfallast. „Það þýðir ekkert annað en að bera höfuðið hátt því ljósi punkturinn er að fiskurinn er til staðar,“ segir Einar. „En þetta er búið að hafa þau árif síðustu fjórar vikurnar að það hefur dregið stöðugt úr tökum, alls staðar á öllu Vestur- og Norðurlandi. Í að minnsta kosti sjö vikur hefur verið sól og blíða og minnkandi vatn og súrefnissnautt. Það gerir að verkum að takan minnkar.“ Þessi staða er ekki ný en Einar segir öllu muna að þrátt fyrir allt sé talsverður fiskur í flestum ám. „Þannig að það er miklu betra ástand heldur en 2014 til dæmis,“ segir hann. Að vísu hafi sterkar smálaxagöngur sem menn hafi átt von í kring um 20. júlí ekki skilað sér. „Gamlir Norðurármenn eru alveg á því að þessi fiskur sé enn þá bara niðri í Hvítá og Straumunum og eigi eftir að koma inn þegar meira vex í.“ Í fyrrasumar veiddust 2.886 laxar í Norðurá. Það sem af er tímabilinu nú hafa veiðst tæplega eitt þúsund fiskar. Enn er nóg að hafa því þúsundir fiska hafi farið um teljarann við fossinn Glanna að sögn Einars. „Þess vegna er svo svekkjandi að það skuli ekki vera vatn til að ná honum upp. En einn góðan veðurdag kemur gusa og þá eru þeir sem verða til staðar þeir heppnu,“ fullyrðir Einar og bendir á að ólíklegt sé að haustrigningar bregðist. Þá muni hluti af þeim fiski sem sé inni á dal færa sig niður ána aftur. „Þá dreifist þetta aftur um alla ána.“ Haffjarðará er einnig á snærum Einars sem kveður svipað gilda um hana. Rennsli þar var um 12 rúmmetrar á sekúndu fyrstu dagana í júní. Nýjustu tölur þaðan sýna tæplega 5 rúmmetra rennsli. Áin býr að vatnsmiðlun úr Hlíðarvatni og Svínavatni í gegn um Oddastaðavatn. „Það er mikill fiskur í henni og stundum koma þokkalegir dagar en það vantar þetta ferska og súrefnisríka vatn,“ segir Einar sem mældi vatnshitastigið í bæði Norðurá og Haffjarðará fyrir um viku. „Þá var Norðuráin 20 gráður og Haffjarðaráin 22 gráður. Þetta er bara orðin svona hægeldun á fiskinum,“ segir hann. Hitastig á bilinu 8 til 11 gráður telji hann vera ákjósanlegt. „Það er til kenning hjá Bretum um að þegar hitastig vatnsins sé orðið hærra en lofthitinn þá geti menn gleymt þessu.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira