Fimm milljörðum meira í tryggingagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald sem atvinnurekendur greiddu í ríkissjóð nam alls 42,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2016 og var 5,4% umfram áætlun. Þetta kemur fram í tölum um greiðsluafkomu ríkissjóðs. Tekjur ríkisins af greiddu tryggingagjaldi aukast um 5,2 milljarða króna, eða 14 prósent, á milli ára. Samtök iðnaðarins hafa þrýst á um lækkun gjaldsins. Gjaldið var 8,65 prósent fyrir árið 2011 en hafði lækkað og var 7,35 prósent fyrir fyrri hluta þessa árs. Um síðustu mánaðamót lækkaði það um 0,5 prósentustig og stendur nú í 6,85 prósentum. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir mikilvægt að gjaldið haldi áfram að lækka. „Þetta var 5,34 prósent fyrir hrun og okkur finnst mjög eðlilegt að gjaldið fari þangað aftur. Þá eru í raun 1,5 prósent eftir,“ segir Almar. Almar segir að í ljósi mikilla launahækkana komi það ekki á óvart að ríkissjóður fái meiri tekjur af gjaldinu nú en síðustu ár. „Þess þá heldur er mikilvægt að þetta launatengda gjald lækki til þess að atvinnulífið geti þá nýtt tækifæri til þess að ráða fleiri í vinnu,“ segir Almar og bætir við að lækkun gjaldsins sé líka mikilvægt til þess að takast á við þær launahækkanir sem þegar hafi orðið. Innlend framleiðslufyrirtæki geti ekki velt öllum launahækkunum út í verðlag. Þar af leiðandi kalla þær á rekstrarhagræði hjá fyrirtækjum og þá geti tryggingargjaldið virkað sem dempari. Lægra tryggingagjald hjálpi til við að halda rekstri í eðlilegu horfi. Almar segir jafnframt að í tilfelli útflutningsfyrirtækja sé lækkun gjaldsins samkeppnismál.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Tryggingagjald sem atvinnurekendur greiddu í ríkissjóð nam alls 42,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2016 og var 5,4% umfram áætlun. Þetta kemur fram í tölum um greiðsluafkomu ríkissjóðs. Tekjur ríkisins af greiddu tryggingagjaldi aukast um 5,2 milljarða króna, eða 14 prósent, á milli ára. Samtök iðnaðarins hafa þrýst á um lækkun gjaldsins. Gjaldið var 8,65 prósent fyrir árið 2011 en hafði lækkað og var 7,35 prósent fyrir fyrri hluta þessa árs. Um síðustu mánaðamót lækkaði það um 0,5 prósentustig og stendur nú í 6,85 prósentum. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir mikilvægt að gjaldið haldi áfram að lækka. „Þetta var 5,34 prósent fyrir hrun og okkur finnst mjög eðlilegt að gjaldið fari þangað aftur. Þá eru í raun 1,5 prósent eftir,“ segir Almar. Almar segir að í ljósi mikilla launahækkana komi það ekki á óvart að ríkissjóður fái meiri tekjur af gjaldinu nú en síðustu ár. „Þess þá heldur er mikilvægt að þetta launatengda gjald lækki til þess að atvinnulífið geti þá nýtt tækifæri til þess að ráða fleiri í vinnu,“ segir Almar og bætir við að lækkun gjaldsins sé líka mikilvægt til þess að takast á við þær launahækkanir sem þegar hafi orðið. Innlend framleiðslufyrirtæki geti ekki velt öllum launahækkunum út í verðlag. Þar af leiðandi kalla þær á rekstrarhagræði hjá fyrirtækjum og þá geti tryggingargjaldið virkað sem dempari. Lægra tryggingagjald hjálpi til við að halda rekstri í eðlilegu horfi. Almar segir jafnframt að í tilfelli útflutningsfyrirtækja sé lækkun gjaldsins samkeppnismál.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira