Innlent

Nafn mannsins sem lést við Búrfellsvatn

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var bóndi á Fossvöllum.
Maðurinn var bóndi á Fossvöllum. Vísir
Maðurinn sem lést við Búrfellsvatn í Jökuldal síðastliðinn sunnudag hét Eiður Ragnarsson, bóndi á Fossvöllum. Hann var 81 árs.

RÚV greinir frá þessu. Maðurinn var einhleypur og barnlaus en átti einn bróður og þrjár systur á lífi.

Að sögn lögreglu var maðurinn á ferð ásamt öðrum manni, en um slys var að ræða.

Fjöldi björgunarsveitarmanna og lögreglumanna tóku þátt í björgunaraðgerðum, en svæðið var afar torfært og erfitt að komast á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×