Innlent

Fé verði veitt í samþykkta vegaáætlun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Banaslys á veginum milli Hveragerðis og Selfoss eru ófá.
Banaslys á veginum milli Hveragerðis og Selfoss eru ófá. Vísir/Anton Brink
„Brýna nauðsyn ber til að samræmis sé gætt á milli samþykktrar samgönguáætlunar og þess fjármagns sem áætlað er til málaflokksins á hverjum tíma,“ segir bæjarráð Hveragerðis í bókun sinni og varar við afleiðingunum sé það ekki gert.

„Sé slíkt ekki tryggt er ljóst að vegakerfi landsins mun ekki til framtíðar bera þá miklu umferð og aukna álag sem á því er, með því miður hörmulegum afleiðingum,“ segir bæjarráðið.

Í sömu bókun er því fagnað að hafinn sé undirbúningur að breikkun Suðurlandsvegar á tólf kílómetra kafla milli Hveragerðis og Selfoss.

Bæjarráðið telur að þessi um­ræddi vegarkafli sé einn sá hættulegasti í þjóðvegakerfi landsins og því afar mikilvægt að sem allra fyrst verði ráðist í breikkun hans með 2+2 vegi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×