Innlent

Festust í lyftum á Hótel Natura eftir að eldur kom upp

gissur sigurðsson skrifar
Mikil skelfing greip um sig á meðal gesta.
Mikil skelfing greip um sig á meðal gesta. vísir/pjetur
Nokkur ótti greip um sig þegar gestir festust í lyftum á Hótel Natúra, sem áður hét Hótel Loftleiðir, eftir að eldur kviknaði þar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, og þeir ætluðu að forða sér út.

Slökkviliðsmenn hófu þegar leit að eldsupptökum og reyndu að róa fólkið, sem var fast í lyftunum í nokkurn tíma, en að öðru leiti var hótelið rýmt. Eldsupptökin reyndust vera í rafbúnaði í vegg og hafði talsverðan reyk lagt þar frá.

Eldurinn var snarlega slökktur en slökkviliðsmenn voru alveg til klukkan tvö í nótt að reykræsta húsið endanlega. Gestir höfðu þá fengið að snúa aftur til híbúla sinna en ekki var talin ástæða til að kalla eftir áfallahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×