Erlent

Íranskur kjarnorkuvísindamaður líflátinn vegna njósna fyrir Bandaríkin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Shahram Ahiri við heimkomuna til Íran árið 2010.
Shahram Ahiri við heimkomuna til Íran árið 2010. Vísir/EPA
Yfirvöld í Íran hafa líflátið Shahram Ahiri, íranskan kjarnorkuvísindamann. Var hann sakfelldur fyrir að hafa njósnað fyrir Bandaríkin.

Amiri starfaði fyrir kjarnorkuáætlun Írana allt til ársins 2009 er hann fór í pílagrímsför til Sádí-Arabíu. Þar hvarf hann sporlaust en næst spurðist til hans í Bandaríkjunum árið 2010. Hann sneri aftur til Íran sama ár sem hetja en við heimkomuna sagði hann að bandaríska leyniþjónustuna hefði haft sig í haldi.

Var honum haldið á leynilegum stað í Íran eftir heimkomuna en Amiri er sagður hafa búið yfir mikilli þekking á kjarnorkuáætlunum Írana. Árið 2010 lét bandarískur embættismaður það hafa eftir sér að Amiri hafi veitt Bandaríkjunum nytsamlegar um kjarnorkuáætlun Írana.

Var hann sakfelldur í Íran fyrir að njósna fyrir Bandaríkin og hengdur. Fjölskylda hans hefur fengið lík Amiri í hendurnar og hefur hann verið grafinn í heimabæ sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×