Enski boltinn

Mourinho: Tók minnsta leikmanninn af velli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Mourinho á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var þokkalega ánægður í leikslok eftir að United vann 2-1 sigur á Leicester í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Hann segir þó að liðið geti gert betur og það sé klárlega tími fyrir bætingar.

„Fyrst og fremst vil ég tileinka þessum bikar Louis van Gaal því án hans hefðum við ekki átt möguleika á að vinna þennan bikar,” sagði Mourinho við blaðamenn í leikslok.

„Frammistaðan í fyrri hálfleik var mun betri en í síðari hálfleik. Liðið er ekki komið í nægilega gott stand. Leicester var með þrjá fljóta og það breytti leiknum. Þetta er mikilvægur sigur, en það er mikil vinna framundan.”

Zlatan Ibrahimovic spilaði sinn fyrsta alvöru leiki fyrir United í dag og byrjaði heldur betur vel, því hann skoraði sigurmarkið. Mourinho segir að hann eigi eftir að verða hættulegri.

„Zlatan verður hættulegri þegar við erum betri aðilinn og spilum nær teignum. Hann er ekki hraður leikmaður eins og Jamie Vardy sem getur spilað 45 metrum frá vítateignum. Hann þarf liðið með sér í spil og að búa til fyrir hann. Við þurfum að breyta því.”

Juan Mata kom inná sem varamaður í leiknum, en var svo tekinn aftur af velli í uppbótartíma og virtist eðlilega ekki sáttur. Mourinho útskýrði þessa skiptingu.

„Juan spilaði vel. Hann kom með nákvæmlega það sem við þurftum. Ég tók minnsta leikmanninn af velli því leikurinn var að fara enda í háum boltum,” sagði Mourinho og bætti við að lokum:

„Ég væri ekki raunsær ef ég segði þetta hafa verið frábær frammistaða. Þetta var það ekki. Það er alltaf mikilvægt að byrja á titli.”


Tengdar fréttir

Wenger: Aldurinn vinnur ekki með Zlatan

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki 100% klárt að Zlatan Ibrahimovic muni gera það gott í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni sem hefst eftir viku.

Zlatan: Líklega stærsti klúbbur sem ég hef spilað fyrir

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, var yfir sig ánægður eftir fyrsta alvöru leik hans með United. Hann tryggði United sigur í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Leicester, en Svíinn skoraði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×