Enski boltinn

Zlatan: Líklega stærsti klúbbur sem ég hef spilað fyrir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan fagnar í leikslok.
Zlatan fagnar í leikslok. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, var yfir sig ánægður eftir fyrsta alvöru leik hans með United. Hann tryggði United sigur í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Leicester, en Svíinn skoraði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

„Þetta er notaleg tilfinning. Fyrsti opinberi leikurinn, við spiluðum um bikar og við unnum. Þetta er minn 31. titill og ég er ofuránægður. Vonandi get ég unnið mikið meira en þetta,” sagði hetjan í leikslok.

„Þetta var erfiður leikur. Við spiluðum gegn góðu liði. Þeir voru mjög góðir. Eitthvað stórt er að gerast með okkar lið. Við byrjum á bikar.”

„Mér líður mjög vel. Liðið er frábært. Góðir meðspilarar, góður andi. Stjórinn gerir allt til þess að vinna. Þetta er líklega stærsti klúbbur sem ég hef spilað fyrir,” sagði Zlatan og bætti við að lokum:

„Eini klúbburinn sem ég get borið saman við þennan er Milan.”


Tengdar fréttir

Mourinho: Tók minnsta leikmanninn af velli

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var þokkalega ánægður í leikslok eftir að United vann 2-1 sigur á Leicester í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Hann segir þó að liðið geti gert betur og það sé klárlega tími fyrir bætingar.

Wenger: Aldurinn vinnur ekki með Zlatan

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki 100% klárt að Zlatan Ibrahimovic muni gera það gott í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni sem hefst eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×