Félög Middeldorps ekki með starfsleyfi í Hollandi Ingvar Haraldsson skrifar 30. júlí 2016 06:00 Lóðin sem Mosfellsbær hefur úthlutað er á landi Sólvalla nærri Reykjalundi vísir/stefán Félög sem sögð eru eiga að fjármagna byggingu einkarekins spítala og hótels í Mosfellsbæ eru ekki á skrá yfir aðila sem hafa starfsleyfi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM eða hollenska seðlabankanum DNB. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hyggst standa að framkvæmdunum í Mosfellsbæ hefur sagt að þær verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital, sem sé dótturfélag Burbanks Holding, sem hann eigi meirihlutann í. Það fjármagn, um 50 milljarðar króna, sé komið frá fjárfestum sem ekki séu hluthafar í Burbanks Capital heldur sé félagið með fé í eignastýringu fyrir þá. Middeldorp segir að hjá Burbanks Holding starfi einn starfsmaður auk hans sjálfs og félagið hafi fjárfest í verkefnum víða um heiminn fyrir hönd sinna fjárfesta, til dæmis í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Bandaríkjunum. Allar fjárfestingarnar hafi verið í vatnsverkefnum, sjálfbærum auðlindum eða heilbrigðisgeiranum. Michiel Gosens, upplýsingafulltrúi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM segir að allir sem veiti fjármálaþjónustu í Hollandi þurfi starfsleyfi frá hollenska seðlabankanum DNB eða AFM. „Eignastýring myndi falla undir okkar umsjón. Við erum með sérstaka eignastýringardeild,“ segir Gosens sem kveðst þó ekki geta tjáð sig um einstök mál eða fyrirtæki. Ekkert félag undir nafninu Burbanks er á skrá yfir aðila með starfsleyfi hjá AFM eða DNB. Félögin er að finna í hollensku fyrirtækjaskránni en þau hafa ekki skilað ársreikningi. Middledorp segir félögin ekki þurfa starfsleyfi. „Þú þarft leyfi frá Seðlabankanum þegar þú sækist eftir fé opinberlega en við erum ekki að því.“ Á Facebook-síðu samvinnufélagsins Burbanks Capital var auglýst eftir fjárfestum til að leggja fram fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun. Á heimasíðu Burbanks Capital var fjárfestum sem lögðu verkefninu til fé svo lofað sex prósenta arðgreiðslum á ári. „Það er annað mál, það sem er á Facebook og netinu er fyrir einstaklinga sem vilja vera meðlimir í samvinnufélaginu,“ segir Middeldorp. Hann hefur sagt að félagið þurfi ekki á fjármagninu að halda, þar sem verkefnið sé fullfjármagnað en hann líti á það sem samfélagslega skyldu sína að leyfa fólki að taka þátt í verkefninu gegn hærri ávöxtun en fáist almennt í Evrópu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Félög sem sögð eru eiga að fjármagna byggingu einkarekins spítala og hótels í Mosfellsbæ eru ekki á skrá yfir aðila sem hafa starfsleyfi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM eða hollenska seðlabankanum DNB. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hyggst standa að framkvæmdunum í Mosfellsbæ hefur sagt að þær verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital, sem sé dótturfélag Burbanks Holding, sem hann eigi meirihlutann í. Það fjármagn, um 50 milljarðar króna, sé komið frá fjárfestum sem ekki séu hluthafar í Burbanks Capital heldur sé félagið með fé í eignastýringu fyrir þá. Middeldorp segir að hjá Burbanks Holding starfi einn starfsmaður auk hans sjálfs og félagið hafi fjárfest í verkefnum víða um heiminn fyrir hönd sinna fjárfesta, til dæmis í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Bandaríkjunum. Allar fjárfestingarnar hafi verið í vatnsverkefnum, sjálfbærum auðlindum eða heilbrigðisgeiranum. Michiel Gosens, upplýsingafulltrúi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM segir að allir sem veiti fjármálaþjónustu í Hollandi þurfi starfsleyfi frá hollenska seðlabankanum DNB eða AFM. „Eignastýring myndi falla undir okkar umsjón. Við erum með sérstaka eignastýringardeild,“ segir Gosens sem kveðst þó ekki geta tjáð sig um einstök mál eða fyrirtæki. Ekkert félag undir nafninu Burbanks er á skrá yfir aðila með starfsleyfi hjá AFM eða DNB. Félögin er að finna í hollensku fyrirtækjaskránni en þau hafa ekki skilað ársreikningi. Middledorp segir félögin ekki þurfa starfsleyfi. „Þú þarft leyfi frá Seðlabankanum þegar þú sækist eftir fé opinberlega en við erum ekki að því.“ Á Facebook-síðu samvinnufélagsins Burbanks Capital var auglýst eftir fjárfestum til að leggja fram fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun. Á heimasíðu Burbanks Capital var fjárfestum sem lögðu verkefninu til fé svo lofað sex prósenta arðgreiðslum á ári. „Það er annað mál, það sem er á Facebook og netinu er fyrir einstaklinga sem vilja vera meðlimir í samvinnufélaginu,“ segir Middeldorp. Hann hefur sagt að félagið þurfi ekki á fjármagninu að halda, þar sem verkefnið sé fullfjármagnað en hann líti á það sem samfélagslega skyldu sína að leyfa fólki að taka þátt í verkefninu gegn hærri ávöxtun en fáist almennt í Evrópu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira