Enski boltinn

Helskafinn Gylfi Þór veiddi einn 64 punda í Karíbahafinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson með risafiskinn.
Gylfi Þór Sigurðsson með risafiskinn. mynd/instagram
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er ekki kominn til móts við félaga sína í Swansea en hann fékk lengra frí vegna þáttöku sinnar með strákunum okkar á EM 2016 í fótbolta.

Íslenska landsliðið komst alla leið í átta liða úrslit og spilaði Gylfi því frá byrjun ágúst í fyrra til byrjun júlí á þessu ári og verðskuldaði því gott frí.

Hann fór fyrst með nokkrum strákanna okkar til Miami í Bandaríkjunum en nú er hann í ferð með kærustu sinni Alexöndru Helgu Ívarsdóttur við Karíbahafið.

Gylfi Þór fór á veiðar í gær og veiddi einn 64 punda í Karíbahafinu en hann og Alexandra eru þessa dagana á Antigua að slaka á áður en Gylfi hefur undirbúning með Swansea fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Vefsíða enska blaðsins Daily Mail fylgist vel með fríi Gylfa Þórs en fjallað er sérstaklega um ferðina með landsliðsstrákunum til Bandaríkjanna og veiðiferðina hér.

Swansea-menn virðast ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur að Gylfi Þór mæti ekki í góðu standi til baka því eins og sjá má á myndinni sem hann birti á Instagram-síðu sinni þá er íslenski miðjumaðurinni helskafinn og í súper formi.

Enska úrvalsdeildin hefst 13. ágúst en Gylfi Þór mætir þá vini sínum og samherja í landsliðinu Jóhanni Berg Guðmundssyni þegar Swansea og Burnley eigast við.

Catch of the day #deepseafishing #64pounds

A photo posted by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×