Hækkuðu verð í 10-11 á kvöldin og um helgar 21. júlí 2016 07:00 Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Viðskipti Þrjár verslanir 10-11 hafa hækkað verð á vörum sínum eftir klukkan átta á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Verslanirnar sem um ræðir eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Verð var hækkað í tveimur síðarnefndu um miðjan júní en í Austurstræti áttu breytingarnar sér stað í lok árs 2014. Þetta staðfestir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, en hann segir aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana í miðbænum vera ástæðu hækkunarinnar. Umrædd hækkun er að meðaltali átta prósent og var byrjað með að hækka aðeins verð á gosi, sælgæti og tóbaki. Í dag er álagið sett á töluvert fleiri vörur, meðal annars mjólkurvörur, heilsuvörur, niðursuðuvörur, bökunarvörur, barnamat, morgunmat, kaffi, pasta, orkudrykki og ávaxtasafa. Árni segir að það séu ekki áform um að taka kerfið upp í fleiri verslunum eða setja álag á fleiri vöruflokka. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir breytingarnar glataðar. „Í fyrsta lagi finnst mér kurteisi að tilkynna svona breytingar. Það er hins vegar frjáls álagning í landinu og þeir neitendur sem kjósa að versla við okurbúllur versla bara við þær,“ segir Teitur og bætir við að Íslendingar ráði hvar þeir versli. Búðirnar sem um er að ræða eru allar í miðbæ Reykjavíkur og versla ferðamenn því eðlilega mikið við þær. „Svona háttalag mun eyðileggja orðspor Íslands sem ferðamannalands og mun þetta bíta okkur í bakið. Við eigum að vera góðir og sanngjarnir gestgjafar. Það er sorglegt að 10-11 sé einhvern veginn að taka af okkur orðsporið og koma óorði á íslenska verslun og það góða starf sem unnið hefur verið,“ segir Teitur, sem kveður verslunareigendur eiga að standa saman í að koma góðu orðspori á verslun í landinu. nadine@frettabladid.is Árni Pétur Jónsson Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Viðskipti Þrjár verslanir 10-11 hafa hækkað verð á vörum sínum eftir klukkan átta á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Verslanirnar sem um ræðir eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Verð var hækkað í tveimur síðarnefndu um miðjan júní en í Austurstræti áttu breytingarnar sér stað í lok árs 2014. Þetta staðfestir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, en hann segir aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana í miðbænum vera ástæðu hækkunarinnar. Umrædd hækkun er að meðaltali átta prósent og var byrjað með að hækka aðeins verð á gosi, sælgæti og tóbaki. Í dag er álagið sett á töluvert fleiri vörur, meðal annars mjólkurvörur, heilsuvörur, niðursuðuvörur, bökunarvörur, barnamat, morgunmat, kaffi, pasta, orkudrykki og ávaxtasafa. Árni segir að það séu ekki áform um að taka kerfið upp í fleiri verslunum eða setja álag á fleiri vöruflokka. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir breytingarnar glataðar. „Í fyrsta lagi finnst mér kurteisi að tilkynna svona breytingar. Það er hins vegar frjáls álagning í landinu og þeir neitendur sem kjósa að versla við okurbúllur versla bara við þær,“ segir Teitur og bætir við að Íslendingar ráði hvar þeir versli. Búðirnar sem um er að ræða eru allar í miðbæ Reykjavíkur og versla ferðamenn því eðlilega mikið við þær. „Svona háttalag mun eyðileggja orðspor Íslands sem ferðamannalands og mun þetta bíta okkur í bakið. Við eigum að vera góðir og sanngjarnir gestgjafar. Það er sorglegt að 10-11 sé einhvern veginn að taka af okkur orðsporið og koma óorði á íslenska verslun og það góða starf sem unnið hefur verið,“ segir Teitur, sem kveður verslunareigendur eiga að standa saman í að koma góðu orðspori á verslun í landinu. nadine@frettabladid.is Árni Pétur Jónsson
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira