Fullyrðing lögreglustjóra stangast á við kröfu tónlistarmanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júlí 2016 18:34 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fullyrðir að lögregla um allt land veiti fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot með sama hætti. Þetta stangast á við kröfu tónlistarmanna, þjóðhátíðarnefndar og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum frá því í gær um að lögreglan samræmi upplýsingagjöf um kynferðisbrot.Sjö af níu umdæmum veita upplýsingar Fréttastofa kannaði fyrr í vikunni hvernig verklagi er háttað hjá lögregluembættum landsins varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot. Tilefnið var sú ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að vilja bíða með að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð. Hjá sjö af níu umdæmum fengust þær upplýsingar að upplýst er um kynferðisbrot ef þau koma upp og ef fjölmiðlar óska eftir þeim upplýsingum. Hjá lögreglunni á Suðurlandi fengust þær upplýsingar að þær séu veittar ef það stangast ekki á við rannsóknarhagsmuni.Krafa um samræmda upplýsingagjöf Sjö hljómsveitir sem hætt höfðu við að spila á þjóðhátíð, meðal annars vegna ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, komust í gær að samkomulagi við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem hljómsveitirnar sjö, þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendu frá sér síðdegis í gær segir: „Það er krafa undirritaðra að lögregluumdæmin samræmi upplýsingagjöf hvað kynferðisbrot varðar með það að leiðarljósi að skila skömminni til þeirra sem eiga að bera hana, gerenda.” „Ein af okkar háværustu kröfum var að breyta verklagi lögreglustjórans (í Vestmannaeyjum, innsk. blm.) en við getum heldur ekki verið að taka lögregluna í gíslingu,” sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson, liðsmaður Retro Stefson í fréttum Stöðvar 2 í gær.Ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fullyrti í samtali við Vísi í gær að lögregla um allt land hefði sama háttinn á þegar kemur að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot. Í samtali við fréttastofu sagði hún að því væri ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf líkt og krafist er í fyrrgreindri yfirlýsingu. „Ég veit það að öll lögregluumdæmi þau fylgja lögunum og við erum öll að vinna í sama lagaumhverfi. Og við berum öll sömu skyldur. Og við virðum þetta, við erum ekki að offra rannsóknarhagsmunum í neinu einasta tilviki,” segir Páley. Þegar fjölmiðlar óskuðu um síðustu verslunarmannahelgi eftir upplýsingum frá lögregluembættum landsins um hvernig skemmtanahald hefði farið fram voru allar almennar upplýsingar veittar í sjö af þessum umdæmum, meðal annars um hvort kynferðisbrot hefði verið tilkynnt. Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum fengust þær upplýsingar hins vegar ekki.Hefur komið tilkynning um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í ár? „Ég vísa bara í fyrri yfirlýsingu lögreglustjóra um það mál,” sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu hinn 3. ágúst í fyrra.„Fer eftir hvernig þú spyrð”Er ekki ljóst að það er grundvallarmunur á vinnubrögðum lögreglunnar, annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar hjá öðrum embættum?„Nei, það tel ég ekki vera. Ég tel þetta vera spurning í rauninni hvernig svörin hafa verið gefin, eða spurningin verið lögð upp skilurðu. Það fer eftir því hvernig þú spyrð hvaða svör þú færð auðvitað,” segir Páley Borgþórsdóttir. Tengdar fréttir Ætla að koma fram á Þjóðhátíð Stofnaður verður starfshópur og haldin verður táknræn athöfn. Krefjast þess að upplýsingagjöf verði samræmd. 22. júlí 2016 17:25 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð Munu áfram afhenda fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. 22. júlí 2016 16:28 Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot. 23. júlí 2016 07:00 Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07 Stingum ekki höfðinu í sandinn Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð. 23. júlí 2016 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fullyrðir að lögregla um allt land veiti fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot með sama hætti. Þetta stangast á við kröfu tónlistarmanna, þjóðhátíðarnefndar og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum frá því í gær um að lögreglan samræmi upplýsingagjöf um kynferðisbrot.Sjö af níu umdæmum veita upplýsingar Fréttastofa kannaði fyrr í vikunni hvernig verklagi er háttað hjá lögregluembættum landsins varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot. Tilefnið var sú ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að vilja bíða með að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð. Hjá sjö af níu umdæmum fengust þær upplýsingar að upplýst er um kynferðisbrot ef þau koma upp og ef fjölmiðlar óska eftir þeim upplýsingum. Hjá lögreglunni á Suðurlandi fengust þær upplýsingar að þær séu veittar ef það stangast ekki á við rannsóknarhagsmuni.Krafa um samræmda upplýsingagjöf Sjö hljómsveitir sem hætt höfðu við að spila á þjóðhátíð, meðal annars vegna ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, komust í gær að samkomulagi við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem hljómsveitirnar sjö, þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendu frá sér síðdegis í gær segir: „Það er krafa undirritaðra að lögregluumdæmin samræmi upplýsingagjöf hvað kynferðisbrot varðar með það að leiðarljósi að skila skömminni til þeirra sem eiga að bera hana, gerenda.” „Ein af okkar háværustu kröfum var að breyta verklagi lögreglustjórans (í Vestmannaeyjum, innsk. blm.) en við getum heldur ekki verið að taka lögregluna í gíslingu,” sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson, liðsmaður Retro Stefson í fréttum Stöðvar 2 í gær.Ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fullyrti í samtali við Vísi í gær að lögregla um allt land hefði sama háttinn á þegar kemur að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot. Í samtali við fréttastofu sagði hún að því væri ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf líkt og krafist er í fyrrgreindri yfirlýsingu. „Ég veit það að öll lögregluumdæmi þau fylgja lögunum og við erum öll að vinna í sama lagaumhverfi. Og við berum öll sömu skyldur. Og við virðum þetta, við erum ekki að offra rannsóknarhagsmunum í neinu einasta tilviki,” segir Páley. Þegar fjölmiðlar óskuðu um síðustu verslunarmannahelgi eftir upplýsingum frá lögregluembættum landsins um hvernig skemmtanahald hefði farið fram voru allar almennar upplýsingar veittar í sjö af þessum umdæmum, meðal annars um hvort kynferðisbrot hefði verið tilkynnt. Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum fengust þær upplýsingar hins vegar ekki.Hefur komið tilkynning um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í ár? „Ég vísa bara í fyrri yfirlýsingu lögreglustjóra um það mál,” sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu hinn 3. ágúst í fyrra.„Fer eftir hvernig þú spyrð”Er ekki ljóst að það er grundvallarmunur á vinnubrögðum lögreglunnar, annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar hjá öðrum embættum?„Nei, það tel ég ekki vera. Ég tel þetta vera spurning í rauninni hvernig svörin hafa verið gefin, eða spurningin verið lögð upp skilurðu. Það fer eftir því hvernig þú spyrð hvaða svör þú færð auðvitað,” segir Páley Borgþórsdóttir.
Tengdar fréttir Ætla að koma fram á Þjóðhátíð Stofnaður verður starfshópur og haldin verður táknræn athöfn. Krefjast þess að upplýsingagjöf verði samræmd. 22. júlí 2016 17:25 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð Munu áfram afhenda fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. 22. júlí 2016 16:28 Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot. 23. júlí 2016 07:00 Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07 Stingum ekki höfðinu í sandinn Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð. 23. júlí 2016 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ætla að koma fram á Þjóðhátíð Stofnaður verður starfshópur og haldin verður táknræn athöfn. Krefjast þess að upplýsingagjöf verði samræmd. 22. júlí 2016 17:25
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð Munu áfram afhenda fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. 22. júlí 2016 16:28
Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot. 23. júlí 2016 07:00
Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07
Stingum ekki höfðinu í sandinn Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð. 23. júlí 2016 07:00