Fullyrðing lögreglustjóra stangast á við kröfu tónlistarmanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júlí 2016 18:34 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fullyrðir að lögregla um allt land veiti fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot með sama hætti. Þetta stangast á við kröfu tónlistarmanna, þjóðhátíðarnefndar og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum frá því í gær um að lögreglan samræmi upplýsingagjöf um kynferðisbrot.Sjö af níu umdæmum veita upplýsingar Fréttastofa kannaði fyrr í vikunni hvernig verklagi er háttað hjá lögregluembættum landsins varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot. Tilefnið var sú ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að vilja bíða með að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð. Hjá sjö af níu umdæmum fengust þær upplýsingar að upplýst er um kynferðisbrot ef þau koma upp og ef fjölmiðlar óska eftir þeim upplýsingum. Hjá lögreglunni á Suðurlandi fengust þær upplýsingar að þær séu veittar ef það stangast ekki á við rannsóknarhagsmuni.Krafa um samræmda upplýsingagjöf Sjö hljómsveitir sem hætt höfðu við að spila á þjóðhátíð, meðal annars vegna ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, komust í gær að samkomulagi við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem hljómsveitirnar sjö, þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendu frá sér síðdegis í gær segir: „Það er krafa undirritaðra að lögregluumdæmin samræmi upplýsingagjöf hvað kynferðisbrot varðar með það að leiðarljósi að skila skömminni til þeirra sem eiga að bera hana, gerenda.” „Ein af okkar háværustu kröfum var að breyta verklagi lögreglustjórans (í Vestmannaeyjum, innsk. blm.) en við getum heldur ekki verið að taka lögregluna í gíslingu,” sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson, liðsmaður Retro Stefson í fréttum Stöðvar 2 í gær.Ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fullyrti í samtali við Vísi í gær að lögregla um allt land hefði sama háttinn á þegar kemur að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot. Í samtali við fréttastofu sagði hún að því væri ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf líkt og krafist er í fyrrgreindri yfirlýsingu. „Ég veit það að öll lögregluumdæmi þau fylgja lögunum og við erum öll að vinna í sama lagaumhverfi. Og við berum öll sömu skyldur. Og við virðum þetta, við erum ekki að offra rannsóknarhagsmunum í neinu einasta tilviki,” segir Páley. Þegar fjölmiðlar óskuðu um síðustu verslunarmannahelgi eftir upplýsingum frá lögregluembættum landsins um hvernig skemmtanahald hefði farið fram voru allar almennar upplýsingar veittar í sjö af þessum umdæmum, meðal annars um hvort kynferðisbrot hefði verið tilkynnt. Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum fengust þær upplýsingar hins vegar ekki.Hefur komið tilkynning um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í ár? „Ég vísa bara í fyrri yfirlýsingu lögreglustjóra um það mál,” sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu hinn 3. ágúst í fyrra.„Fer eftir hvernig þú spyrð”Er ekki ljóst að það er grundvallarmunur á vinnubrögðum lögreglunnar, annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar hjá öðrum embættum?„Nei, það tel ég ekki vera. Ég tel þetta vera spurning í rauninni hvernig svörin hafa verið gefin, eða spurningin verið lögð upp skilurðu. Það fer eftir því hvernig þú spyrð hvaða svör þú færð auðvitað,” segir Páley Borgþórsdóttir. Tengdar fréttir Ætla að koma fram á Þjóðhátíð Stofnaður verður starfshópur og haldin verður táknræn athöfn. Krefjast þess að upplýsingagjöf verði samræmd. 22. júlí 2016 17:25 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð Munu áfram afhenda fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. 22. júlí 2016 16:28 Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot. 23. júlí 2016 07:00 Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07 Stingum ekki höfðinu í sandinn Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð. 23. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fullyrðir að lögregla um allt land veiti fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot með sama hætti. Þetta stangast á við kröfu tónlistarmanna, þjóðhátíðarnefndar og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum frá því í gær um að lögreglan samræmi upplýsingagjöf um kynferðisbrot.Sjö af níu umdæmum veita upplýsingar Fréttastofa kannaði fyrr í vikunni hvernig verklagi er háttað hjá lögregluembættum landsins varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot. Tilefnið var sú ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að vilja bíða með að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð. Hjá sjö af níu umdæmum fengust þær upplýsingar að upplýst er um kynferðisbrot ef þau koma upp og ef fjölmiðlar óska eftir þeim upplýsingum. Hjá lögreglunni á Suðurlandi fengust þær upplýsingar að þær séu veittar ef það stangast ekki á við rannsóknarhagsmuni.Krafa um samræmda upplýsingagjöf Sjö hljómsveitir sem hætt höfðu við að spila á þjóðhátíð, meðal annars vegna ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, komust í gær að samkomulagi við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem hljómsveitirnar sjö, þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendu frá sér síðdegis í gær segir: „Það er krafa undirritaðra að lögregluumdæmin samræmi upplýsingagjöf hvað kynferðisbrot varðar með það að leiðarljósi að skila skömminni til þeirra sem eiga að bera hana, gerenda.” „Ein af okkar háværustu kröfum var að breyta verklagi lögreglustjórans (í Vestmannaeyjum, innsk. blm.) en við getum heldur ekki verið að taka lögregluna í gíslingu,” sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson, liðsmaður Retro Stefson í fréttum Stöðvar 2 í gær.Ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fullyrti í samtali við Vísi í gær að lögregla um allt land hefði sama háttinn á þegar kemur að því að veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot. Í samtali við fréttastofu sagði hún að því væri ekki þörf á að samræma upplýsingagjöf líkt og krafist er í fyrrgreindri yfirlýsingu. „Ég veit það að öll lögregluumdæmi þau fylgja lögunum og við erum öll að vinna í sama lagaumhverfi. Og við berum öll sömu skyldur. Og við virðum þetta, við erum ekki að offra rannsóknarhagsmunum í neinu einasta tilviki,” segir Páley. Þegar fjölmiðlar óskuðu um síðustu verslunarmannahelgi eftir upplýsingum frá lögregluembættum landsins um hvernig skemmtanahald hefði farið fram voru allar almennar upplýsingar veittar í sjö af þessum umdæmum, meðal annars um hvort kynferðisbrot hefði verið tilkynnt. Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum fengust þær upplýsingar hins vegar ekki.Hefur komið tilkynning um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í ár? „Ég vísa bara í fyrri yfirlýsingu lögreglustjóra um það mál,” sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu hinn 3. ágúst í fyrra.„Fer eftir hvernig þú spyrð”Er ekki ljóst að það er grundvallarmunur á vinnubrögðum lögreglunnar, annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar hjá öðrum embættum?„Nei, það tel ég ekki vera. Ég tel þetta vera spurning í rauninni hvernig svörin hafa verið gefin, eða spurningin verið lögð upp skilurðu. Það fer eftir því hvernig þú spyrð hvaða svör þú færð auðvitað,” segir Páley Borgþórsdóttir.
Tengdar fréttir Ætla að koma fram á Þjóðhátíð Stofnaður verður starfshópur og haldin verður táknræn athöfn. Krefjast þess að upplýsingagjöf verði samræmd. 22. júlí 2016 17:25 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð Munu áfram afhenda fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. 22. júlí 2016 16:28 Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot. 23. júlí 2016 07:00 Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07 Stingum ekki höfðinu í sandinn Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð. 23. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Ætla að koma fram á Þjóðhátíð Stofnaður verður starfshópur og haldin verður táknræn athöfn. Krefjast þess að upplýsingagjöf verði samræmd. 22. júlí 2016 17:25
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð Munu áfram afhenda fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. 22. júlí 2016 16:28
Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot. 23. júlí 2016 07:00
Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Fyrirspurn píratans leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. 22. júlí 2016 11:07
Stingum ekki höfðinu í sandinn Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð. 23. júlí 2016 07:00