Stóri Sam segist geta gert enska liðið betra en ætlar ekki að dansa | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 15:15 Sam Allardyce er þjálfari Englands. vísir/getty Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, mætti til starfa í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í húsakynnum enska knattspyrnusambandsins. Stóri Sam, sem stýrði síðast Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, sat blaðamannafund þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna en mikil uppbygging er fyrir höndum hjá enska landsliðinu. Enska liðið olli gífurlegum vonbrigðum bæði á HM 2014 og EM 2016 en á síðarnefnda mótinu var liðið sent heim af strákunum okkar í 16 liða úrslitum þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. England hefur ekki unnið stórmót síðan 1966 þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli en það hefur oft þurft að þola mikla gagnrýni eða mikla sorg á stórmótum. Hefur starf enska landsliðsþjálfarans verið kallaður eitraður kaleikur en Allardyce lítur ekki á það þannig. „Mér finnst það ekki. Ég er með þykkan skráp eftir mörg ár í þessu. Maður gerir sig sterkari fyrir hvert einasta starf sem maður tekur,“ sagði Allardyce á blaðamannafundinum í dag. „Maður tekur því góða með því slæma annars sleppir maður þessu bara. Ég er hérna því ég vil vera hérna. Ég hlakka til áskoruninnar. Ég er hér því ég held að ég geti gert liðið betra og ég er nógu sterkur til að ráða við þetta starf. Þannig komiði bara, strákar,“ sagði hann glottandi.Is the #ThreeLions job a poisoned chalice? "Not for me," says @OfficialBigSamhttps://t.co/V7NyFBPPkj — England (@England) July 25, 2016 Það var létt yfir Allardyce á fundinum en hann var spurður hvort enskir stuðningsmenn ættu von á að sjá hann dansa á næstunni eins og hann gerði á Spáni á dögunum. Stóri Sam sýndi hvað í hann er spunnið á dansgólfinu á Marbella á Spáni þar sem hann og lærisveinar hans í Sunderland fögnuðu því að vera áfram í deild þeirra bestu eftir að bjarga sér frá falli. Allardyce sagðist auðvitað vonast eftir því að enska liðið verði sigursælt undir hans stjórn og það komist bæði á HM 2018 í Rússlandi og standi sig vel þar. En dansinn mun ekki duna. „Ég er ekki svo viss um að þið grípið mig dansandi í nánustu framtíð,“ sagði Sam Allardyce eftir að skella upp úr. Neðst í fréttinni má sjá Allardyce stíga trylltan dans á Marbella."What would it take for us to see @OfficialBigSam dancing?" #threelions https://t.co/qyPBqtJu7e— England (@England) July 25, 2016 Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið Sam Allardyce er stoltur af því að vera orðinn landsliðsþjálfari Englands. 22. júlí 2016 15:39 Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins. 21. júlí 2016 16:00 Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England José Mourino telur að enska knattspyrnusambandið hafi valið rétt en vill að menn standi við bakið á Allardyce. 21. júlí 2016 14:30 David Moyes fær starf stóra Sam hjá Sunderland Íslandsvinurinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland til næstu fjögurra ára. 23. júlí 2016 12:48 Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði Sam Allardyce vill hitta alla leikmennina áður en hann tekur ákvörðun um hvort United-maðurinn beri áfram bandið. 25. júlí 2016 13:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, mætti til starfa í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í húsakynnum enska knattspyrnusambandsins. Stóri Sam, sem stýrði síðast Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, sat blaðamannafund þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna en mikil uppbygging er fyrir höndum hjá enska landsliðinu. Enska liðið olli gífurlegum vonbrigðum bæði á HM 2014 og EM 2016 en á síðarnefnda mótinu var liðið sent heim af strákunum okkar í 16 liða úrslitum þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. England hefur ekki unnið stórmót síðan 1966 þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli en það hefur oft þurft að þola mikla gagnrýni eða mikla sorg á stórmótum. Hefur starf enska landsliðsþjálfarans verið kallaður eitraður kaleikur en Allardyce lítur ekki á það þannig. „Mér finnst það ekki. Ég er með þykkan skráp eftir mörg ár í þessu. Maður gerir sig sterkari fyrir hvert einasta starf sem maður tekur,“ sagði Allardyce á blaðamannafundinum í dag. „Maður tekur því góða með því slæma annars sleppir maður þessu bara. Ég er hérna því ég vil vera hérna. Ég hlakka til áskoruninnar. Ég er hér því ég held að ég geti gert liðið betra og ég er nógu sterkur til að ráða við þetta starf. Þannig komiði bara, strákar,“ sagði hann glottandi.Is the #ThreeLions job a poisoned chalice? "Not for me," says @OfficialBigSamhttps://t.co/V7NyFBPPkj — England (@England) July 25, 2016 Það var létt yfir Allardyce á fundinum en hann var spurður hvort enskir stuðningsmenn ættu von á að sjá hann dansa á næstunni eins og hann gerði á Spáni á dögunum. Stóri Sam sýndi hvað í hann er spunnið á dansgólfinu á Marbella á Spáni þar sem hann og lærisveinar hans í Sunderland fögnuðu því að vera áfram í deild þeirra bestu eftir að bjarga sér frá falli. Allardyce sagðist auðvitað vonast eftir því að enska liðið verði sigursælt undir hans stjórn og það komist bæði á HM 2018 í Rússlandi og standi sig vel þar. En dansinn mun ekki duna. „Ég er ekki svo viss um að þið grípið mig dansandi í nánustu framtíð,“ sagði Sam Allardyce eftir að skella upp úr. Neðst í fréttinni má sjá Allardyce stíga trylltan dans á Marbella."What would it take for us to see @OfficialBigSam dancing?" #threelions https://t.co/qyPBqtJu7e— England (@England) July 25, 2016
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið Sam Allardyce er stoltur af því að vera orðinn landsliðsþjálfari Englands. 22. júlí 2016 15:39 Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins. 21. júlí 2016 16:00 Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England José Mourino telur að enska knattspyrnusambandið hafi valið rétt en vill að menn standi við bakið á Allardyce. 21. júlí 2016 14:30 David Moyes fær starf stóra Sam hjá Sunderland Íslandsvinurinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland til næstu fjögurra ára. 23. júlí 2016 12:48 Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði Sam Allardyce vill hitta alla leikmennina áður en hann tekur ákvörðun um hvort United-maðurinn beri áfram bandið. 25. júlí 2016 13:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið Sam Allardyce er stoltur af því að vera orðinn landsliðsþjálfari Englands. 22. júlí 2016 15:39
Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins. 21. júlí 2016 16:00
Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England José Mourino telur að enska knattspyrnusambandið hafi valið rétt en vill að menn standi við bakið á Allardyce. 21. júlí 2016 14:30
David Moyes fær starf stóra Sam hjá Sunderland Íslandsvinurinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland til næstu fjögurra ára. 23. júlí 2016 12:48
Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði Sam Allardyce vill hitta alla leikmennina áður en hann tekur ákvörðun um hvort United-maðurinn beri áfram bandið. 25. júlí 2016 13:00