Fimm þúsund gestir á heimsmóti skáta á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Búist er við skátum frá meira en 80 löndum á heimsmót eldri skáta á Íslandi næsta sumar. Vísir/Daníel Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skátar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skátar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira