Fimm þúsund gestir á heimsmóti skáta á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Búist er við skátum frá meira en 80 löndum á heimsmót eldri skáta á Íslandi næsta sumar. Vísir/Daníel Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skátar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skátar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira