Fimm þúsund gestir á heimsmóti skáta á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Búist er við skátum frá meira en 80 löndum á heimsmót eldri skáta á Íslandi næsta sumar. Vísir/Daníel Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skátar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skátar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira