Innlent

Ganga til samninga um heilsugæslur

Ingvar Haraldsson skrifar
Beðið eftir læknir hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Beðið eftir læknir hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
heilbrigðismál Ríkiskaup hyggst ganga til samninga um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðvar á höfðuborgarsvæðinu. Önnur stöðin verður staðsett á Bíldshöfða í Reykjavík en hin í Urriðahvarfi í Kópavogi. Tilboð í þriðju stöðina, í Glæsibæ í Reykjavík var hafnað. Markmiðið með rekstri nýju stöðvanna er að mæta vanda heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem stór hluti íbúa er án heimilislæknis.

„Vonandi eru betri tímar framundan í heilsugæslumálum höfuborgarbúa þannig að fólk geti valið og setji með því aðhald á þá sem veiti þjónustuna.,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Heilsugæslunnar Höfða sem hyggst reka heilsugæslustöðina við Bíldshöfða.

Teitur Guðmundsson
Útboðið kemur í kjölfar breytinga á greiðslukerfi ríkisins til heilsugæslustöðva sem taka á gildi um næstu áramót. Með breytingunum á fjármögnun heilsugæslustöðvanna að fylgja sjúklingum eftir líklegri þörf fyrir þjónustu. Þannig fái stöðvar með eldri þjónustuhóp eða hærra hlutfall öryrkja hærri greiðslur en aðrar.

Ríkiskaup auglýstu eftir tilboðum í rekstur þriggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu en aðeins barst eitt tilboða í hverja stöð.

Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, sem var í forsvari fyrir hópana sem buðu í heilsugæslustöð í Kópavogi og Glæsibæ segir ástæðuna vera hve lágt fé fylgi með hverjum sjúklingi. „Við erum þeirrar skoðunar að þessi greiðsla sé of lág og ég held að það séu allir sammála því. Það skýrir lítinn áhuga heimilislækna á að taka þátt í útboðinu“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×