Hefur efasemdir um að flugvallarfrumvarp standist stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júní 2016 18:30 Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent