Hefur efasemdir um að flugvallarfrumvarp standist stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júní 2016 18:30 Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47