Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 15:00 Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. Bisping er búinn að vera lengi í bransanum og hafði beðið í áraraðir eftir stóra tækifærinu. Hann nýtti það heldur betur. Rockhold virtist ekki bera neina virðingu fyrir Bisping. Mætti hrokafullur og kærulaus til bardagans og fékk á baukinn fyrir vikið. Það var strax í fyrstu lotu sem Bisping rotaði Rockhold og varð um leið fyrsti Bretinn til þess að verða heimsmeistari í UFC. Bisping kemur frá Manchester og er harður stuðningsmaður Man. Utd. Rockhold tók tapinu illa og sýndi Bisping enga virðingu eftir bardagann. Hélt frekar áfram með hrokann. „Guð minn góður. Bisping er svo mikið fífl. Hann sýndi sitt rétta andlit eftir bardagann með því að öskra á mig hvort ég vissi hvar ég væri. Hann er algjör drullusokkur og ég mun drepa hann í næsta bardaga,“ sagði Rockhold en Bisping kallaði hann homma í kjölfarið og þurfti að stía þá í sundur. Þeir voru klárir í meiri slagsmál á blaðamannafundinum. Á sama bardakvöldi varði Dominick Cruz titil sinn í bantamvigt er hann hafði betur gegn Urijah Faber. Faber var að reyna við beltið í fjórða sinn og klikkaði enn og aftur. Bardaga Bisping og Rockhold má sjá hér að ofan. MMA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. Bisping er búinn að vera lengi í bransanum og hafði beðið í áraraðir eftir stóra tækifærinu. Hann nýtti það heldur betur. Rockhold virtist ekki bera neina virðingu fyrir Bisping. Mætti hrokafullur og kærulaus til bardagans og fékk á baukinn fyrir vikið. Það var strax í fyrstu lotu sem Bisping rotaði Rockhold og varð um leið fyrsti Bretinn til þess að verða heimsmeistari í UFC. Bisping kemur frá Manchester og er harður stuðningsmaður Man. Utd. Rockhold tók tapinu illa og sýndi Bisping enga virðingu eftir bardagann. Hélt frekar áfram með hrokann. „Guð minn góður. Bisping er svo mikið fífl. Hann sýndi sitt rétta andlit eftir bardagann með því að öskra á mig hvort ég vissi hvar ég væri. Hann er algjör drullusokkur og ég mun drepa hann í næsta bardaga,“ sagði Rockhold en Bisping kallaði hann homma í kjölfarið og þurfti að stía þá í sundur. Þeir voru klárir í meiri slagsmál á blaðamannafundinum. Á sama bardakvöldi varði Dominick Cruz titil sinn í bantamvigt er hann hafði betur gegn Urijah Faber. Faber var að reyna við beltið í fjórða sinn og klikkaði enn og aftur. Bardaga Bisping og Rockhold má sjá hér að ofan.
MMA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Sjá meira