Innlent

Þorgeir nýr forseti Hæstaréttar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þorgeir hefur verið hæstaréttardómari frá árinu 2011.
Þorgeir hefur verið hæstaréttardómari frá árinu 2011. Vísir/GVA
Þorgeir Örlygsson hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar og Helgi I. Jónsson varaforseti. Þeir munu gegna embættunum frá 1.janúar næstkomandi til 31. desember 2021. Kosning um nýja forseta fór fram á fundi dómara Hæstaréttar í gær.

Þorgeir tekur við embættinu af Markúsi Sigurbjörnssyni, sem var forseti réttarins árin 2004 til 2005 og frá ársbyrjun 2012.

Helgi tekur við af Viðari Má Matthíassyni sem hefur verið varaforseti Hæstaréttar frá ársbyrjun 2012.

Þorgeir Örlygsson, sem er fæddur 1952, var skipaður hæstaréttardómari 1.september 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×