Lífið

Chewbacca konan farin að birtast í spjallþáttunum: „Mér finnst eins og ég eigi skilið að fá gullmedalíu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við eigum eftir að sjá meira af Candace Payne.
Við eigum eftir að sjá meira af Candace Payne.
Myndbandið af Candace Payne ærast af gleði þegar hún setti upp Chewbacca grímu er orðið langvinsælasta myndband í sögu Facebook sem sýnt var í beinni útsendingu.

Þegar þetta er skrifað hafa yfir 136 milljónir manns horft myndbandið fræga en aðeins eru tveir þrír síðan hún setti það inn.

Candace setti upp grímuna í beinni útsendingu með hjálp Facebook Live en hver sem er getur sent út í beinni. Myndbandið hefur algjörlega sprengt skalann en vinsælasta Facebook Live myndbandið.

Candace er orðin heimsfræg og má búast við henni í öllum helstu spjallþáttum vestanhaf. Hún mætti í morgun í Good Morning America og ræddi þar um alla þessa athygli.

„Mér finnst eins og ég eigi skilið að fá gullmedalíu,“ segir Candace Payne í samtali við GMA en hún var aldrei góð í íþróttum og vill því fá sinn gullpening fyrir metið.

„Ég var í búðinni fyrir sjálfan mig og ætlaði að kaupa jóga buxur á mig, því ég er að reyna að fara meira í ræktina, sem er ekki að ganga nægilega vel. Ég endaði samt á því að fara í leikfangahluta búðarinnar, því ég hræddist þessar jógabuxur. Svo ég hugsaði með mér að kaupa bara eitthvað dót fyrir barnið mitt. Þegar ég er að ganga um leikfangahluta búðarinnar rak ég öxlina óvart í einhvern kassa og það kom eitthvað hljóð úr kassanum,“ segir Payne.

Hún segist hafa heyrt hljóðið í Chewbacca og strax hugsað með sér; „Börnin mín þurfa þetta ekkert, en ég verð að eignast þetta. Í hreinskilni sagt þá held ég bara að allir í heiminum hafi þörf fyrir hlátur og það sé ástæðan fyrir því að þetta varð svona vinsælt.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við hana. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×