Vill sleppa regnbogasilungi til að leysa vanda Mývatns Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2016 19:00 Einn reyndasti vatnafiskifræðingur landsins, Jón Kristjánsson, leggur til að regnbogasilungi verði sleppt í Mývatn. Hann telur enga áhættu felast í slíkri aðgerð og sýnt hafi verið fram á það með rannsóknum í Skandinavíu að þetta sé besta leiðin til að kljást við þörungablóma. Skolpi frá byggðinni í Mývatnssveit og áburðardreifingu bænda er meðal annars kennt um vanda Mývatns og kröfur heyrast um að ríkið taki þátt í mörghundruð milljóna króna framkvæmdum við nýja fráveitu. Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur að slíkar aðgerðir muni engu breyta þar sem áburðaruppsöfnunin í vatninu sé langmest af náttúrunnar hendi.Séð til Reykjahlíðar. Það breytir engu að skrúfa fyrir skolp frá byggðinni og loka á áburðarnotkun bænda, að mati Jóns.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er álitið að það sem komi frá manninum sé 1-2% af heildinni. Ef menn skrúfa fyrir það mun sennilega ekki gerast neitt,“ segir Jón í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það hafi ekki gagnast erlendis. „Það hefur verið reynt erlendis að taka burt áburðinn og loka öllu skolpi og það hefur ekkert gerst.“ Jón segir þörungablóma hafa komið með reglulegu millibili í vatnið um áratugi og sennilega um aldir og varar við því að menn blandi pólitík í umræðuna, eins og þegar Kísiliðjunni var kennt um. „Þetta var hrein og klár pólitík þegar Kisiliðjan var hérna, - það skyldi vera hennar sök. Síðan fer hún og það breytir engu.“ Kísiliðjan hætti starfsemi árið 2004.Hann segir að með erlendum rannsóknum hafi verið sýnt fram á að þörungablóminn myndist þegar jafnvægi raskist á milli tegunda í vatninu. Grænþörungar séu undirstaðan og fóður fyrir krabbaflær. Á þeim lifi fiskur og á þeim fiski lifi svo kannski annar fiskur. Meðan þetta sé í jafnvægi sé vatnið tiltölulega tært. „Ef það nú gerist að fiski fjölgar af einhverjum ástæðum þá étur hann upp allar þessar krabbaflær, sem eiga að halda niðri grænþörungunum." Þörungarnir fái þá frítt spil, auk þess sem fiskurinn fjarlægi ekki aðeins krabbadýrin heldur breyti þeim strax í áburð. Í Mývatni sé hornsílið vandinn, að mati Jóns. Því hafi fjölgað þar sem menn veiði einkum stærsta fiskinn í vatninu, þann sem helst éti sílið. Ráð Jóns er þetta: „Setja í vatnið fisk sem étur hornsílið. Þar höfum við til dæmis regnbogasilung sem er mjög öflug hornsílaæta.“Frá Mývatni.vísir/vilhelmÍ Evrópu sé þetta viðurkennd aðferð sem virki. Hérlendis sé regnbogasilungur ekki ógn við náttúruna þar sem hann tímgist ekki á Íslandi. Það hafi sýnt sig þegar regnbogasilungur slapp í Ölfusá úr eldisstöð. „Hann fór í Varmá og veiddist þar og menn voru bara ánægðir. En hann hefur aldrei tímgast þar.“ Og jafnvel þótt regnbogasilungur myndi sleppa niður í Laxá í Mývatnssveit myndi hann bara bætast við veiðina þar, segir Jón. „Hann myndi ekki hafa áhrif á urriðann. Þannig að það er eiginlegu engu að tapa. Nema, eigum við að segja, heilagri trú á því að gera aldrei neitt sem er öðruvísi en áður var.“ Jón lýsir hugmynd sinni nánar í þessari grein. Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni Umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 13. maí 2016 16:12 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Einn reyndasti vatnafiskifræðingur landsins, Jón Kristjánsson, leggur til að regnbogasilungi verði sleppt í Mývatn. Hann telur enga áhættu felast í slíkri aðgerð og sýnt hafi verið fram á það með rannsóknum í Skandinavíu að þetta sé besta leiðin til að kljást við þörungablóma. Skolpi frá byggðinni í Mývatnssveit og áburðardreifingu bænda er meðal annars kennt um vanda Mývatns og kröfur heyrast um að ríkið taki þátt í mörghundruð milljóna króna framkvæmdum við nýja fráveitu. Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur að slíkar aðgerðir muni engu breyta þar sem áburðaruppsöfnunin í vatninu sé langmest af náttúrunnar hendi.Séð til Reykjahlíðar. Það breytir engu að skrúfa fyrir skolp frá byggðinni og loka á áburðarnotkun bænda, að mati Jóns.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er álitið að það sem komi frá manninum sé 1-2% af heildinni. Ef menn skrúfa fyrir það mun sennilega ekki gerast neitt,“ segir Jón í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það hafi ekki gagnast erlendis. „Það hefur verið reynt erlendis að taka burt áburðinn og loka öllu skolpi og það hefur ekkert gerst.“ Jón segir þörungablóma hafa komið með reglulegu millibili í vatnið um áratugi og sennilega um aldir og varar við því að menn blandi pólitík í umræðuna, eins og þegar Kísiliðjunni var kennt um. „Þetta var hrein og klár pólitík þegar Kisiliðjan var hérna, - það skyldi vera hennar sök. Síðan fer hún og það breytir engu.“ Kísiliðjan hætti starfsemi árið 2004.Hann segir að með erlendum rannsóknum hafi verið sýnt fram á að þörungablóminn myndist þegar jafnvægi raskist á milli tegunda í vatninu. Grænþörungar séu undirstaðan og fóður fyrir krabbaflær. Á þeim lifi fiskur og á þeim fiski lifi svo kannski annar fiskur. Meðan þetta sé í jafnvægi sé vatnið tiltölulega tært. „Ef það nú gerist að fiski fjölgar af einhverjum ástæðum þá étur hann upp allar þessar krabbaflær, sem eiga að halda niðri grænþörungunum." Þörungarnir fái þá frítt spil, auk þess sem fiskurinn fjarlægi ekki aðeins krabbadýrin heldur breyti þeim strax í áburð. Í Mývatni sé hornsílið vandinn, að mati Jóns. Því hafi fjölgað þar sem menn veiði einkum stærsta fiskinn í vatninu, þann sem helst éti sílið. Ráð Jóns er þetta: „Setja í vatnið fisk sem étur hornsílið. Þar höfum við til dæmis regnbogasilung sem er mjög öflug hornsílaæta.“Frá Mývatni.vísir/vilhelmÍ Evrópu sé þetta viðurkennd aðferð sem virki. Hérlendis sé regnbogasilungur ekki ógn við náttúruna þar sem hann tímgist ekki á Íslandi. Það hafi sýnt sig þegar regnbogasilungur slapp í Ölfusá úr eldisstöð. „Hann fór í Varmá og veiddist þar og menn voru bara ánægðir. En hann hefur aldrei tímgast þar.“ Og jafnvel þótt regnbogasilungur myndi sleppa niður í Laxá í Mývatnssveit myndi hann bara bætast við veiðina þar, segir Jón. „Hann myndi ekki hafa áhrif á urriðann. Þannig að það er eiginlegu engu að tapa. Nema, eigum við að segja, heilagri trú á því að gera aldrei neitt sem er öðruvísi en áður var.“ Jón lýsir hugmynd sinni nánar í þessari grein.
Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni Umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 13. maí 2016 16:12 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00
Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00
Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni Umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 13. maí 2016 16:12
Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00
Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00