Alvarlega veikir bíða í marga mánuði eftir sálfræðiaðstoð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2016 19:00 Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur á Landspítala. VÍSIR/SKJÁSKOT Sálfræðilegar afleiðingar veikinda geta oft verið miklar en eftirspurn eftir sálfræðihjálp innan veggja Landspítalans hefur aukist mikið undanfarin misseri. Margra mánaða bið getur verið eftir sálfræðihjálp fyrir fólk með alvarlega sjúkdóma á spítalanum, en ásókn í þjónustuna er stundum svo mikil að ekki er hægt að anna eftirspurn og vísa þarf fólki frá. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á spítalanum, segir það geta haft slæm áhrif á sjúklinga að bíða lengi eftir aðstoð fagsfólks. „Biðin getur verið mjög breytileg eftir hvers eðlis þjónustan er. Sálfræðingarnir eru staðsettir á ólíkum einingum spítalans og eru að sinna mjög fjölþættum hlutverkum. Við erum því miður töluvert undirmönnuð miðað við eftirspurn eftir þjónustu. Biðin er á bilinu ein, tvær, þrjár vikur upp í nokkra mánuði. Það fer eftir eðli þjónustunnar,“ segir Berglind. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi fyrr í vikunni við Svan Pálsson sem þjáist af sjaldgæfu eitilfrumukrabbameini. Hann segist hafa þurft að bíða í þrjá mánuði eftir að fá aðstoð sálfræðings við að vinna úr því áfalli sem fylgdi því að greinast með alvarlegan sjúkdóm. Berglind segir það vissulega geta haft slæm áhrif að bíða svo lengi eftir aðstoð fagfólks. „Það getur náttúrlega haft slæmar afleiðingar fyrir þann einstakling sem er að sækja eftir þjónustunni að fá hana ekki strax. Það er alveg ofboðslega sorglegt að geta ekki veitt þjónustuna, ég veit að starfsfólkinu mínu finnst það. Það er kallað eftir þessari þjónustu sem er gríðarlega jákvætt. Á sama tíma hefur okkar mannskapur ekki aukist þannig að oft erum við að takast á við gríðarlegan fjölda beiðna sem við náum bara ekki að anna,“ segir Berglind. Fimmtíu og einn sálfræðingur er starfandi á Landspítalanum. Utan geðdeildar og barnaeininga eru þó aðeins sex sálfræðingar sem sinna fjölbreyttu starfi. Berglind segir að stöðugt sé verið að forgangsraða. „Staðan er sumstaðar sú að við getum bara veitt bráðaþjónustu. En stundum eru öll tilfellin bráð og þá er biðtími sem skapast og það er aldrei gott,“ segir Berglind Guðmundsdóttir. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sálfræðilegar afleiðingar veikinda geta oft verið miklar en eftirspurn eftir sálfræðihjálp innan veggja Landspítalans hefur aukist mikið undanfarin misseri. Margra mánaða bið getur verið eftir sálfræðihjálp fyrir fólk með alvarlega sjúkdóma á spítalanum, en ásókn í þjónustuna er stundum svo mikil að ekki er hægt að anna eftirspurn og vísa þarf fólki frá. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á spítalanum, segir það geta haft slæm áhrif á sjúklinga að bíða lengi eftir aðstoð fagsfólks. „Biðin getur verið mjög breytileg eftir hvers eðlis þjónustan er. Sálfræðingarnir eru staðsettir á ólíkum einingum spítalans og eru að sinna mjög fjölþættum hlutverkum. Við erum því miður töluvert undirmönnuð miðað við eftirspurn eftir þjónustu. Biðin er á bilinu ein, tvær, þrjár vikur upp í nokkra mánuði. Það fer eftir eðli þjónustunnar,“ segir Berglind. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi fyrr í vikunni við Svan Pálsson sem þjáist af sjaldgæfu eitilfrumukrabbameini. Hann segist hafa þurft að bíða í þrjá mánuði eftir að fá aðstoð sálfræðings við að vinna úr því áfalli sem fylgdi því að greinast með alvarlegan sjúkdóm. Berglind segir það vissulega geta haft slæm áhrif að bíða svo lengi eftir aðstoð fagfólks. „Það getur náttúrlega haft slæmar afleiðingar fyrir þann einstakling sem er að sækja eftir þjónustunni að fá hana ekki strax. Það er alveg ofboðslega sorglegt að geta ekki veitt þjónustuna, ég veit að starfsfólkinu mínu finnst það. Það er kallað eftir þessari þjónustu sem er gríðarlega jákvætt. Á sama tíma hefur okkar mannskapur ekki aukist þannig að oft erum við að takast á við gríðarlegan fjölda beiðna sem við náum bara ekki að anna,“ segir Berglind. Fimmtíu og einn sálfræðingur er starfandi á Landspítalanum. Utan geðdeildar og barnaeininga eru þó aðeins sex sálfræðingar sem sinna fjölbreyttu starfi. Berglind segir að stöðugt sé verið að forgangsraða. „Staðan er sumstaðar sú að við getum bara veitt bráðaþjónustu. En stundum eru öll tilfellin bráð og þá er biðtími sem skapast og það er aldrei gott,“ segir Berglind Guðmundsdóttir.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira