Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2016 15:49 Ingólfur Sigurðsson, Halldór Auðar Svansson, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir og Óttar Guðmundsson. vísir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa.Viðtal Fréttablaðsins Óttar Guðmundsson, geðlækni, hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð í dag en í viðtalinu talar hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun.„Ekki heilbrigt viðhorf“ „Menn hafa sætt sig við það að lífið er enginn dans á rósum og það gengur á ýmsu. En nú lifum við á tímum þar sem er krafa um að enginn lendi í neinu nokkru sinni. Við eigum að vera varin fyrir öllu áreiti. Ef eitthvað kemur fyrir okkur rjúkum við upp, hringjum í blöðin og látum vita af þessu eða eigum rétt á áfallahjálp,“ sagði Óttar meðal annars í viðtalinu. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt orð Óttars eru borgarfulltrúinn Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi, og Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður, en báðir hafa þeir stigið fram og greint frá glímu sinni við geðsjúkdóma. Halldór Auðar segir að Óttar sé „haldinn frekar fornu haldinn frekar fornu viðhorfi þegar kemur að áföllum og úrvinnslu þeirra. Hann vill meina að í nútímanum sé of mikið gert úr þeim og að fólk eigi að gera meira af því að bera harm sinn í hljóði, líkt og tíðkaðist áður fyrr. Þetta finnst mér ekki heilbrigt viðhorf.“Þá segir Ingólfur meðal annars á Facebook-síðu sinni: „Að lesa viðtal við lækni sem segir að það þurfi ekki alltaf að sækja sér hjálp er eins og að hella olíu á eld þeirra sem líður illa. „Það er ekkert að mér,“ er helsta hugsanavilla þeirra sem þurfa hjálpina og það er ófyrirgefanlegt dómgreindarleysi starfandi læknis á geðdeild Landspítalans að láta hafa þessi orð eftir sér þegar samfélagið er loks að breytast til betri vegar.“„Lífið er þannig að það eru öldudalir í því og þá skiptir rosalega miklu máli að hafa einhvern til að tala við því þá líður okkur betur. Þeir sem eru svo heppnir að eiga góða fjölskyldu og góða vini ættu endilega að létta á hjarta sínu við þá og þetta eru auðvitað bara sannindi sem fólk veit því það hafa allir verið á erfiðum stað,“ segir Anna Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við að vonandi séu flestir svo heppnir að geta talað við einhvern nákominn. „En ef það hjálpar þér ekki að tala við vini og fjölskyldu og þú þarft á aðstoð að halda þá áttu að leita þér aðstoðar,“ segir Anna Gunnhildur og líkir þessu við að vera með bilaðan bíl. „Maður byrjar á því að leita kannski til fjölskyldu og vina til að athuga hvort að þau geti hjálpað manni að gera við bílinn en ef það gengur ekki þá fer maður með hann í viðgerð til sérfræðinga. Það sama á við um andleg veikindi sem eru auðvitað mun alvarlegri en bilaður bíll,“ segir Anna Gunnhildur. Hún segir það alveg á hreinu að margir glími við andlega erfiðleika í framhaldi af áföllum.Eðlilegt að ræða við sína nánustu fyrst „Þá þurfa þeir á samtalsmeðferð að halda. Það er það eina sem dugar og er miklu betra að fólk tjái sig við sína nánustu eða sálfræðinga eða geðlækna eða hverja þá fagstétt sem hentar heldur en að fólk geri ekkert og flækjan verði meiri og fólk fari síðan á lyf. Öll lyf hafa nefnilega aukaverkanir og bæla í raun og veru bara niður einkenni en taka ekki á rót vandans,“ segir Anna Gunnhildur. Hún segir að Geðhjálp hafi lengi barist fyrir því að aðgengi að sálfræðiþjónustu verði bætt og hún telur að allir þeir sem starfi í þessum geira séu sammála um að það þurfi að gera. Þá sé einnig mikilvægt að grípa snemma inn hjá börnum sem glíma við andlega erfiðleika. „En Óttar hefur auðvitað rétt fyrir sér að því leyti að ef að vandinn er minni þá er auðvitað eðlilegt að byrja á að ræða við sína nánustu. En ef það hjálpar ekki að þá leitarðu til sérfræðinga.“ Anna Gunnhildur vekur athygli á því að Geðhjálp býður upp á fría ráðgjöf fyrir almenning. Ekki er um eiginlega meðferð að ræða heldur er fólki hjálpað að greina hversu mikill vandinn er og fólki hjálpað að finna hver næstu skref eigi að vera í átt þess til bata. Þá er einnig frí ráðgjöf fyrir aðstandendur og vinnuveitendur þeirra sem glíma við geðsjúkdóma. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa.Viðtal Fréttablaðsins Óttar Guðmundsson, geðlækni, hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð í dag en í viðtalinu talar hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun.„Ekki heilbrigt viðhorf“ „Menn hafa sætt sig við það að lífið er enginn dans á rósum og það gengur á ýmsu. En nú lifum við á tímum þar sem er krafa um að enginn lendi í neinu nokkru sinni. Við eigum að vera varin fyrir öllu áreiti. Ef eitthvað kemur fyrir okkur rjúkum við upp, hringjum í blöðin og látum vita af þessu eða eigum rétt á áfallahjálp,“ sagði Óttar meðal annars í viðtalinu. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt orð Óttars eru borgarfulltrúinn Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi, og Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður, en báðir hafa þeir stigið fram og greint frá glímu sinni við geðsjúkdóma. Halldór Auðar segir að Óttar sé „haldinn frekar fornu haldinn frekar fornu viðhorfi þegar kemur að áföllum og úrvinnslu þeirra. Hann vill meina að í nútímanum sé of mikið gert úr þeim og að fólk eigi að gera meira af því að bera harm sinn í hljóði, líkt og tíðkaðist áður fyrr. Þetta finnst mér ekki heilbrigt viðhorf.“Þá segir Ingólfur meðal annars á Facebook-síðu sinni: „Að lesa viðtal við lækni sem segir að það þurfi ekki alltaf að sækja sér hjálp er eins og að hella olíu á eld þeirra sem líður illa. „Það er ekkert að mér,“ er helsta hugsanavilla þeirra sem þurfa hjálpina og það er ófyrirgefanlegt dómgreindarleysi starfandi læknis á geðdeild Landspítalans að láta hafa þessi orð eftir sér þegar samfélagið er loks að breytast til betri vegar.“„Lífið er þannig að það eru öldudalir í því og þá skiptir rosalega miklu máli að hafa einhvern til að tala við því þá líður okkur betur. Þeir sem eru svo heppnir að eiga góða fjölskyldu og góða vini ættu endilega að létta á hjarta sínu við þá og þetta eru auðvitað bara sannindi sem fólk veit því það hafa allir verið á erfiðum stað,“ segir Anna Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við að vonandi séu flestir svo heppnir að geta talað við einhvern nákominn. „En ef það hjálpar þér ekki að tala við vini og fjölskyldu og þú þarft á aðstoð að halda þá áttu að leita þér aðstoðar,“ segir Anna Gunnhildur og líkir þessu við að vera með bilaðan bíl. „Maður byrjar á því að leita kannski til fjölskyldu og vina til að athuga hvort að þau geti hjálpað manni að gera við bílinn en ef það gengur ekki þá fer maður með hann í viðgerð til sérfræðinga. Það sama á við um andleg veikindi sem eru auðvitað mun alvarlegri en bilaður bíll,“ segir Anna Gunnhildur. Hún segir það alveg á hreinu að margir glími við andlega erfiðleika í framhaldi af áföllum.Eðlilegt að ræða við sína nánustu fyrst „Þá þurfa þeir á samtalsmeðferð að halda. Það er það eina sem dugar og er miklu betra að fólk tjái sig við sína nánustu eða sálfræðinga eða geðlækna eða hverja þá fagstétt sem hentar heldur en að fólk geri ekkert og flækjan verði meiri og fólk fari síðan á lyf. Öll lyf hafa nefnilega aukaverkanir og bæla í raun og veru bara niður einkenni en taka ekki á rót vandans,“ segir Anna Gunnhildur. Hún segir að Geðhjálp hafi lengi barist fyrir því að aðgengi að sálfræðiþjónustu verði bætt og hún telur að allir þeir sem starfi í þessum geira séu sammála um að það þurfi að gera. Þá sé einnig mikilvægt að grípa snemma inn hjá börnum sem glíma við andlega erfiðleika. „En Óttar hefur auðvitað rétt fyrir sér að því leyti að ef að vandinn er minni þá er auðvitað eðlilegt að byrja á að ræða við sína nánustu. En ef það hjálpar ekki að þá leitarðu til sérfræðinga.“ Anna Gunnhildur vekur athygli á því að Geðhjálp býður upp á fría ráðgjöf fyrir almenning. Ekki er um eiginlega meðferð að ræða heldur er fólki hjálpað að greina hversu mikill vandinn er og fólki hjálpað að finna hver næstu skref eigi að vera í átt þess til bata. Þá er einnig frí ráðgjöf fyrir aðstandendur og vinnuveitendur þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira